Upp í vindinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Upp í vindinn - 01.05.1996, Qupperneq 34

Upp í vindinn - 01.05.1996, Qupperneq 34
Aflfræðistofa Meginstarfssvið aflfræðistofu eru undirstöðu- og hagnýtar rannsóknir í aflfræði (applied mechanics). Áhersla er lögð á jarðskjálftaverkfræði og vindverkfræði, þar með talin burðarþols- og sveiflugreining mann- virkja og annarra aflrænna kerfa. Einnig er fengist við jarðvegs- og bergsaflfræði, hafverkfræði og mæli- og tölvutækni. Stofan annast umfangsmiklar jarðskjálftamælingar á Suðurlandi og Norðurlandi. Annars vegar er um að ræða mælanet sem ætlað er að skrá yfirborðshröðun í stærri skjálftum, og hins vegar fjölrása mælikerfi í nokkrum stærri mannvirkjum, sem ætlað er að skrá hreyfingar þeirra í skjálftum. Mæligögn frá þessum kerfum hafa ver- ið notuð til að þróa verkfræðileg líkön af jarðskjálftum og áhrifum þeirra á mannvirki. Þá hefur stofan fengist við margþættar mælingar á vindhraða, vindálagi og vindsvörun mannvirkja í lengri og skemmri tíma. Vindgögnin hafa m.a. verið notuð við tölfræðilega lýsingu vinds á þeim stöðum sem mælt hef- ur verið á. Meðal annarra verkefna má nefna: rannsóknirá jarðvá, hættumat, kerfis- greiningu mannvirkja, rannsóknir á sveiflueiginleikum jarðefna, rann- sóknir á aflfræðilegum eiginleikum vegagerðarefna, sveiflu- og burðar- þolsfræði flókinna virkja, ólínuleg greining, áhættugreining mannvirkja og kerfa, jarðskjálftaeinangrun brúa, mælingar á titringi frá sprengingum og tölvustudd hönnun. Nú er í undir- búningi stórt verkefni um forvarnir gegn jarðskjálftavá á Suðurlandi. KerFisverkFræðistoFa Rannsóknasviðin eru stjórn-, stýri- og samskiptatækni, leið- sögu- og staðsetningartækni, gagnasamskipti, gagnaúr- vinnsla, mælitækni og margmiðlun. Kerfisverkfræðistofa þró- aði sjálfvirkt tilkynningakerfi fyrir skipaflotann í samvinnu við Slysavarnafélagið. Sama kerfi hefur einnig verið útfært fyrir flugvélar og landfarartæki. Samvinna við Flugmálastjórn hefur verið mikil undanfarin ár. Þróað var skeytadreifingarkerfi sem verið hefur í notkun síð- an 1981. Þróun ratsjárgagnavinnslukerfis hófst 1986 og hefur verið í notkun hjá Flugmálastjórn um nokkurt skeið. Ratsjár- gögn hafa verið greind og gerð líkön af skekkjum ratsjáa, með tilliti til framsetningar á fjölratsjárgögnum. í því verkefni hef- ur verið unnið að þróun aðferða við að blanda saman mæling- um frá mismunandi skynjurum með Kalman síun. Hagkvæmisathuganir hafa verið gerðar fyrir ratsjár á Hornafirði (1984) og á Grænlandi 1993-4. Ennfremur var gerð athugun á fjarskiptakostnaði við sjálfvirkt stað- setningareftirlit flugvéla. Beiting herma til þess að líkja eftir hegðun kvikra kerfa hefur verið umfangsmikið svið við stofuna. Sam- vinna hefur verið við Hitaveitu Reykjavíkur og Verkfræðistofuna Rafhönnun h/f um gerð hermis af Nesja- vallavirkjun. Þróaður hefur verið flugumferðarhermir og ratsjárgagnavinnsluhermir í samvinnu við Flugmála- stjórn íslands, Integra Consult (danskt ráðgjafafyrirtæki) og Flugmálastjórn Tékklands. Einnig hefur verið þróaður hermir af járnblendiofnum í samvinnu við íslenska Járnblendifélagið h/f. Enn fremur hefur verið unn- ið að framhaldsverkefnum nemenda á sviði ofnstýritækni hjá íslenska járnblendifélaginu h/f. Verkefni studd aF Evrópubandalaginu. Síðla árs 1995 hóf Kerfisverkfræðistofa þátttöku í nýju verkefni, styrktu af ESB í samvinnu við Póst og Síma og Nýherja hf. á sviði upplýsingatækni og margmiðlunar. Ennfremur hófst nýtt verkefni, lifandi veðurvarp, í sam- vinnu við Veðurstofuna, Flugmálastjórn, Vegagerðina og Slysavarnafélagið á árinu 1995.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.