Upp í vindinn


Upp í vindinn - 01.05.1996, Síða 48

Upp í vindinn - 01.05.1996, Síða 48
HVALFJARÐARGONG Þegar litið er til baka örfáa áratugi vekja athygli þær breytingar sem orðið hafa á vegakerfi landsins. I æsku þeirra, sem nú eru komnir á legg, var ökuferð úti á landi hálf- gert happdrætti hvenær ársins sem var. I vætutíð varð vegurinn blautur og holóttur. Oft myndaðist það sem kallað var „þvottabretti”. I þurrki óku menn áfram í rykmekki og væri bíllinn ekki meira en í meðallagi þéttur, urðu farþegarnir býsna rykfallnir jafnvel í stuttri ökuferð. Fyrstu kaflar hringvegarins með bundnu slitlagi voru gerðir á árunum milli 1970 og 1975 á suðvesturhorni landsins. Þáttur í þróun vegagerð- ar hefur verið fólginn í því að taka af beygjur og gera leiðirnar þannig greiðfærari. Sem dæmi má nefna Blönduhlíð í Skagafirði og Meðal- landið í Vestur-Skaftafellssýslu, en á báðum stöðum hefur þjóðvegurinn verið fluttur niður á slétta áraura og jafnframt styst verulega. Nú eru vegagerðarmenn heldur betur farnir að færa sig upp á skaftið. Þeir láta sér ekki lengur nægja að gera vegi bara upp á gamla mátann, en eru farnir að brúa firðina og fara gegnum fjöllin. Og ekki nóg með það. Síðustu hugmyndir eru að gera göng undir Hvalfjörð. Ekki er nú öll vitleysan eins! Ekki kemur á óvart að áætlanir um Hvalfjarðargöng veki undrun og spurningar um það hvort nokkurt vit geti verið í slíkri framkvæmd. Fyrir tveimur til þremur áratugum hefðu áætlanir um Hvalfjarðar- göng ekki verið raunhæfar. Þá er átt við það að göng gerð á þeim tíma hefðu ekki skilað hagrænum ávinningi. Þvert á móti hefði þurft að borga drjúgt með þeim. Af hverju ætla menn þá að fara í þetta í dag, hvað hefur breyst? Það hafa svo sannarlega orðið miklar breytingar á þessum tíma sem leiða til þess að göng geta í dag skilað hagnaði. Tvennt er þyngst á metum: • A tveimur áratugum þrefaldast umferðin fyrir fjörðinn, úr 500 í 1500 bíla á dag. • Jafnframt fleygir fram tækni við borun og sprengingu jarðganga og reynslu er aflað af slíkum verkum. Að því er síðara atriðið varðar, er þess skemmst að minnast, að á síðasta ári var lokið við að sprengja göng undir Breiðadalsheiði á Vestfjörðum, verk ekki ósvipað Hvalfjarðargöngum að stærð og gerð. Hér á eftir fer yfirlit um helstu áfanga í sögu vegtengingar um Hvalfjörð. 1. 1934 2. 1990 3. 1945 4. 1946 5. 1963-6 6. 1967-72 7. 1977 8. 1983 9. 1987-90 10. 1990 11. 1991 12. 1991-3 13. 1994 14. 1996 Vegtengingu um Hvalfjörð lokið. Lagningu slitlags lokið. Bæjarstjórn Akraness lætur athuga möguleika á bílferju. 2 innrásarprammar keyptir. Vegur að Katanesi + ferjulægi. Rannsóknir á ferjuhaldi. Nefnd um alhliða rannsókn vegna vegar um Hvalfjörð. Ferjubrýr Akraborgar teknar í notkun. Athugun á bílferju yfir Hvalfjörð. Vegagerð ríkisins: Athuganir á jarðgöngum, fyrsta skýrsla 1987. Starfshópur hagsmunaaðila: Félag um jarðgangagerð. Spölur hf. stofnaður. SPÖLUR: Rannsóknir. SPÖLUR: Útboð jarðganga. Jarðgangagerð hefst. Jónas lauk prófi í byggingarverkfræði í Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn 1960. Hann starfaði við hönnun burðarvirkja hjá Rambell og Hannes- mann A/S '60- 63, Schwartzlose & Kofoed A/S '63-'65 og Almenna byggingafélaginu '65-'66. Verkfr. við byggingu Búrfellsvirkjunar hjá Fosskraft '66-70. Hefur starfað hjá ístaki hf. frá 1970, nú sem aðstoðarframkv.stj! Lýsing á göngunum. Göngin verða alls 5.770 metrar að lengd. Þar af: Vegskálar við enda 105 m Sprengd göng á landi 1.915 m Sprengd göng undir sjó 3.750 m Tvær akreinar að sunnanverðu, 3.600 m að lengd. Þrjár akreinar að norðanverðu, 2.200 m að Iengd. Halli á vegi að sunnanverðu mest 7% Halli á vegi að norðanverðu mest 8,1%. Hvað kosta göngin? Áætlað er að Hvalfjarðargöng kosti 4.630 milljónir króna þegar þau verða tilbúin fyrri hluta árs 1999. Nomura Bank International og aðrir ráðgjafar SPALAR, áætla að stofnkostnaður ganganna skiptist sem hér segir: Undirbúningskostnaður Eftirlit og kostnaður SPALAR 480 mkr. á byggingartíma ganganna 150 mkr. Framkvæmdakostnaður 3.300 mkr. Fjármagnskostnaður á byggingartíma 700 mkr. Stofnkostnaður alls 4.630 mkr. Hvaðan koma peningarnir? Hlutafé 86 mkr. Lán úr ríkissjóði FramkvœmdalÁn (án ríkisábyrgSar): Enskilda í Svíþjóð 2.474 mkr. Innlendir bankar 825 mkr. 120 mkr. Baring Brothers Ltd. 825 mkr. 4.124 mkr. Ríkissjóður Islands (hámark) 300 mkr. Fjármögnun, stofnkostnaður alls 4.630 mkr. Verktakar. Verkakar við framkvæmdina eru: Istak h£, Skanska International AB og E. Pihl & Son AS., er mynda samstarfshóp (joint venture) sem starfar undir heitinu Fossvirki sf. Istak stjórnar framkvæmdum (sponsor) en Skanska er tæknilegur forsvarsaðili. Sömu félög, ásamt 48 ...upp í vindinn

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.