Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 2021, Side 5

Sveitarstjórnarmál - 2021, Side 5
Ein heild í þína þágu LÁTTU OKKUR SJÁ UM HÝSINGU OG REKSTUR TÖLVUKERFA FYRIR ÞITT FYRIRTÆKI www.trs.is - 480-3300 FORYSTUGREIN Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hlaut skýrt umboð kjósenda til áframhaldandi stjórnarsetu í kosningunum sem nú eru nýafstaðnar. Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir hvernig komandi ríkisstjórn verður skipuð en næsta líklegt má telja að hún verði ekki svo mjög frábrugðin þeirri sem við höfum þekkt undanfarin fjögur ár enda helstu leikendur á sviðinu þeir sömu og áður. Það vekur þó athygli að rétt um helmingur þingmanna er nýr á Alþingi og því greinilegt að endurnýjun þingmanna er jafn hröð og í sveitarstjórnum þar sem helmingur sveitarstjórnarmanna hefur verið nýr undanfarnar tvennar kosningar. Þessi mikla endurnýjun er bagaleg og nokkuð ljóst að það verður að leita allra leiða til að reynsla og þekking þingmanna sem og sveitarstjórnarmanna nýtist betur og lengur en nú er reyndin. Allir þingmenn fengu eftir kosningar póst frá sambandinu þar sem gerð er grein fyrir mikilvægi góðs samstarfs milli ríkis og sveitarfélaga og að skilningur sé til staðar á þeim fjölbreyttu verkefnum sem sveitarfélögin sinna. Er það von okkar sveitarstjórnarmanna að Alþingismenn hafi þessar áherslur til hliðsjónar í störfum sínum og muni um leið að þessar áherslur voru mótaðar af fulltrúum allra sveitarfélaga og hafa því mikið vægi við stefnumörkun í landinu. Ég vænti þess að í ríkisstjórnarsáttmála sjáist þess merki að Alþingismenn hafi kynnt sér þær áherslur sem sveitarstjórnarstigið vinnur eftir. Ég ætla einnig að trúa því að allir þingmenn geri sér glögga grein fyrir mikilvægi þess að sveitarfélögum séu tryggðir nauðsynlegir tekjustofnar svo þau geti veitt þá þjónustu sem lögboðin er. Öflug sveitarfélög eru hryggjarstykkið í stjórnsýslu landsins og ein meginstoð velferðar, lýðræðis og mannréttinda í landinu. Við sveitarstjórnarmenn þekkjum það best hversu illa hefur oft tekist til við að kostnaðarmeta lög og reglugerðir með tilheyrandi útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin. Við slíkt er ekki hægt að una enda hefur Sambandið beitt sér af krafti gegn ýmsum þeim breytingum sem komnar hafa verið á rekspöl ef að ekki hefur legið fyrir ítarlegt kostnaðarmat og viðbótar fjármunir hafi þeir reynst nauðsynlegir. Það er mikilvægt að allir ráðamenn þjóðarinnar geri sér grein fyrir því að Samband íslenskra sveitarfélaga er ekki almennur hagsmunaaðili sem velja má að sniðganga að vild heldur er Sambandið lögformlegur samskiptaaðili milli ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélögin eru stjórnsýslustig og veita ásamt ríkinu íbúum mikilvæga þjónustu. Í ljósi þessa verða samskipti ríkis og sveitarfélaga að vera góð og þessi tvö stjórnsýslustig verða að vera samstíga við þróun og veitingu opinberrar þjónustu sem stenst gæðasamanburð við það besta sem gerist í nágrannalöndum okkar. Ég óska ráðherrum og ríkisstjórn farsældar í þeirra störfum með von um áframhaldandi gott samstarf næstu árin. Með ósk um gott samstarf! Aldís Hafsteinsdóttir Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.