Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2021, Síða 7

Sveitarstjórnarmál - 2021, Síða 7
FRÆÐSLUMÁL 7 Þannig verður Sveitarfélagaskólinn aðgengilegur í gegnum vefsíðu sambandsins og notendavæn hönnun gerir það að verkum að hægt er að nýta sér bæði tölvur og síma við námið. sveitarstjórnarfólk nálgast námsefnið hvenær og hvar sem er, svo lengi sem nettenging er til staðar. Samstarfið við Opna háskólinn í HR felst því bæði í að veita sambandinu kennslufræðilega aðstoð við að tryggja að námsefnið sé skilvirkt og gagnlegt fyrir sveitarstjórnarfólk með fjölbreyttan bakgrunn en einnig stafræna þjónustu til að tryggja að efnið sé aðgengilegt á sem þægilegast hátt. Nafnið Sveitarfélagaskólinn vísar til þess að vonir standa til að í framhaldinu verði hægt að gera aðgengileg frekari námskeið tengd starfsemi sveitarfélaga bæði fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga. Þannig geti orðið til þekkingarmiðstöð fyrir sveitarfélög þar sem aðgengi verður að gagnvirkum stafrænum námskeiðum. Sveitarfélagaskólinn fer í loftið eftir sveitarstjórnarkosningar vorið 2022. Vinna er hafin við gerð námsefnis þar sem byggt er á gömlum grunni en þó með breyttum áherslum á efnistökum, miðlun og framsetningu. Einnig er tekið mið af ábendingum frá þátttakendum eftir námskeiðið sem haldið var að hausti 2018. Við hvetjum sveitarstjórnarfólk til að senda okkur ábendingar um efnistök. Hvað kom á óvart þegar þú hófst störf í sveitarstjórn? Hvaða verkfæri eða upplýsingar hefði verið gott að hafa við hendina strax fyrstu vikurnar í starfi? Vonir okkar standa til þess að með Sveitarfélagaskólanum verði námsefnið skemmtilegra, skipulagðara og aðgengilegra fyrir þátttakendur, en einnig að námskeiðin efli sveitarstjórnarfólk til góðra starfa sveitarfélagi og samfélagi til heilla.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.