Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 10
SVEITARSTJÓRNARMÁL 10 Flutningur grunnskólans til sveitarfélaga – glapræði eða gæfuspor? Börkur Hansen Prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands Meginrökin með tilfærslu grunnskólans til sveitarfélaga voru að færa ábyrgð á framkvæmd sem næst þeim sem skólinn þjónar og efla þannig skólastarf í landinu. Segja má að setning laga um fræðslu barna 1907 marki upphaf að heildstæðri fræðslustjórnun hér á landi. Sú skipan, sem var þá ákvörðuð, er grundvöllur þeirra breytinga sem síðan hafa átt sér stað. Eitt af markmiðunum í lögunum 1907 var að afmarka hagkvæmar rekstrar- og stjórnsýslueiningar í samræmi við landfræðilegar aðstæður og þarfir skóla og foreldra. Lög um skólakerfi og fræðsluskyldu nr. 22/1946, Lög um fræðslu barna nr. 34/1946, Lög um gagnfræðanám nr. 48/1946 og Lög um grunnskóla nr. 63/1974 má líta á sem framhald og viðbætur við þá skipan sem sett var 1907. Veigamiklar breytingar er svo að finna í lögum um grunnskóla nr. 66/1995 en þar er reynt að tengja skólastarf enn frekar þeim sem þjónustu þess eiga að njóta með yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaga og ákvæðum um aukið sjálfstæði skóla. (Börkur Hansen og Ólafur H. Jóhannsson, 2010). Hugmyndafræðin að baki þessari stefnu er útlistuð í skýrslu Nefndar um mótun menntastefnu (1994) en hugtökin valddreifing, sjálfstæði skóla og ábyrgð sveitarfélaga eru þar höfð að leiðarljósi. Þessi stefnumörkun fól í sér talsverðar breytingar á starfsumhverfi skóla. Höfundur þessarar greinar, ásamt Ólafi H. Jóhannssyni og Steinunni Helgu Lárusdóttur, stóðu fyrir nokkrum rannsóknarverkefnum sem tengdust yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaga og breytingum á hlutverki skólastjórnenda. Hér verða dregnir fram áhugaverðir þættir úr nokkrum þessara verkefna. Fyrst verður rifjað upp í hverju helstu breytingarnar fólust með grunnskólalögunum 1995. Rannsóknarverkefni – baksvið Meginrökin með tilfærslu grunnskólans til sveitarfélaga voru að færa ábyrgð á framkvæmd sem næst þeim sem skólinn þjónar og efla þannig skólastarf í landinu (Nefnd um mótun menntastefnu, 1994; Lög um grunnskóla nr. 66/1995). Skipulagsbreytingarnar sem af þessari ákvörðun leiddu voru margvíslegar. Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn Helga Lárusdóttir (2002, bls. 193-194) segja þær helstu hafa verið: • Fræðsluumdæmi byggð á kjördæmum voru felld úr gildi og fræðsluskrifstofur, sem ríkið rak í hverju fræðsluumdæmi, voru lagðar niður. Hverju sveitarfélagi var í sjálfsvald sett hvernig það hagaði umsjón, eftirliti og faglegum stuðningi við sína skóla. • Öll ráðningamál skólastjóra, kennara og annarra starfsmanna skóla færðust til einstakra sveitarfélaga. • Allar fjárveitingar til skóla eru nú á hendi viðkomandi sveitarstjórnar. Þróun fjármála hefur orðið sú að í auknum mæli eru skólum veittar svokallaðar rammafjárveitingar sem skólastjóra er ætlað að vinna úr og skipta á einstaka kostnaðarliði. Þá segja höfundar að fleiri mikilvægar breytingar hafi verið ákvarðaðar með lögunum frá 1995 (bls. 194): • Stofnun foreldraráðs við hvern skóla sem hefur umsagnarrétt um stefnumörkun viðkomandi skóla og framkvæmd hennar. • Ákvæði um að hver skóli semji skólanámskrá þar sem ákvæði aðalnámskrár eru nánar útfærð og sérstöðu skólans og sérstökum áhersluatriðum lýst. • Ákvæði um að sérhver skóli innleiði sjálfsmat sem leið til að vinna kerfisbundið að gæðum og umbótum í skólastarfi. • Ákvæði um að sérhver skóli móti endurmenntunaráætlun í samræmi við þær áherslur sem lagðar eru í skólanámskrá viðkomandi skóla. Þær breytingar sem hér eru dregnar fram mótuðu rannsóknir framangreindra höfunda og tengdust kennslu þeirra á námsbrautinni stjórnun menntastofnana við Kennaraháskólann og svo Háskóla Íslands. Var ánægja með yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaga? Í rannsókn sem fyrrnefndir höfundar gerðu árið 2001 á viðhorfum skólastjóra til hlutverks síns kemur fram ánægja þeirra með yfirfærsluna. Rannsókninni er lýst í greininni Hlutverk skólastjóra og mat þeirra á tilfærslu grunnskólans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.