Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 2021, Side 11

Sveitarstjórnarmál - 2021, Side 11
og fagstéttar. Stór hluti kennara virðist líta á sig sem undirmenn með takmörkuð áhrif á ákvarðanir, stefnu og starf skólans. Samvinna þeirra er einkum við kennara sem kenna sama árgangi og þeir telja að þrýstingur á þá, bæði innan skóla og utan frá, hafi aukist á síðustu árum. Hafði yfirfærsla grunnskólans til sveitarfélaga áhrif á störf skólastjóra? til sveitarfélaga sem var birt í tímaritinu Uppeldi og menntun, 2002. Sendur var spurningalisti til allra skólastjóra í grunnskólum. Töfluna hér að ofan er að finna í greininni (bls. 196): Í greininni segir (bls. 196): „Athygli vekur að verulegur meirihluti skólastjóra telur möguleika skólans til að móta innra starf sitt hafa aukist og að stuðningur sveitarstjórnar við skólana hafi vaxið.“ Þá kom fram að hlutfallslega fleiri skólastjórar af höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni voru sammála því að við tilfærslu grunnskólans til sveitarfélaga hefði stuðningur sveitarstjórnar vaxið, að fjárhagslegt sjálfstæði skólans hefði aukist, og að eftirlit sveitarfélagsins með starfsemi skólans hefði aukist. Sömu höfundar gerðu aðra rannsókn árið 2003 á viðhorfum skólastjóra, millistjórnenda, kennara og foreldra í fjórum skólum og þar kemur einnig fram ánægja með yfirfærsluna. Niðurstöður er að finna greininni Yfirfærsla grunnskólans til sveitarfélaga – Valddreifing eða miðstýring? og var birt í tímaritinu Netlu árið 2004. Rannsóknin byggði á viðtölum við fjölda einstaklinga. Í niðurlagi greinarinnar segir (bls. 13): Allir eru fremur sáttir við þá meginstefnu sem mótuð var í grunnskólalögunum frá 1995 og nánar útfærð í kjarasamningunum 2001. Þeir telja að með henni hafi möguleikar skólans til að sinna hlutverki sínu batnað. Skólastjórar, millistjórnendur og foreldrar virðast ánægðir með þessa stefnu og telja grunnskólann betur settan en áður þó kennarar hafi ýmislegt við stefnuna að athuga. Raddir kennara í ofangreindri rannsókn urðu til þess að árið 2005 gerðu höfundar ásamt dr. Amalíu Björnsdóttur spurningalistakönnun á viðhorfum grunnskólakennara til ýmissa þátta í starfsemi grunnskóla. Niðurstöðurnar eru birtar í greininni Mótun skólastarfs – Hver er hlutur kennara? í Tímariti um menntarannsóknir árið 2006. Í greininni segir (bls. 21): Niðurstöður þessarar könnunar benda þó til þess að fagleg forysta og áhrifavald kennara sé ekki í nógu góðu samræmi við þá yfirlýstu stefnu að auka sjálfstæði þeirra og áhrif á mótun skólastarfs, bæði sem einstaklinga 25 ÁR FRÁ YFIRFÆRSLU GRUNNSKÓLANS 11 Athygli vekur að verulegur meirihluti skólastjóra telur möguleika skólans til að móta innra starf sitt hafa aukist og að stuðningur sveitarstjórnar við skólana hafi vaxið. Tafla 1: Afstaða skólastjóra um áhrif af tilfærslu grunnskólans til sveitarfélaga. Spurningalistinn var sendur til allra skólastjóra í grunnskólum og var svarhlutfallið 72%.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.