Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2021, Síða 13

Sveitarstjórnarmál - 2021, Síða 13
13 um einhver atriði milli skólastjóra og næsta yfirmanns getur skipt máli hvort næsti yfirmaður er sveitarstjóri eða faglegur yfirmaður. Einnig má benda á að skólastjóri í fámennu sveitarfélagi getur í raun orðið faglegur ráðgjafi sveitarstjórnar um skólamál og þar með um eigið starf. Æskilegt væri að rannsaka þetta svið nánar, s.s. með því að kanna tengsl skólastjóra við næsta yfirmann í fjölmennum sveitarfélögum annars vegar og fámennum hins vegar. Einnig er umhugsunarvert að í athugunum á forgangsröðun viðfangsefna árin 2007, 2006, 2001 og 1991 er stjórnun/umsýsla í öllum könnunum í fyrsta sæti yfir raunverulega röðun mikilvægra viðfangsefna en skipast mun neðar í ákjósanlegri röðun. Enda þótt munur á raunverulegri og ákjósanlegri röðun mikilvægra viðfangsefna skólastjóra geti endurspeglað metnaðarfulla framtíðarsýn er mikilvægt að skoða vel hvort eitthvað sé hamlandi í þeirra starfsumhverfi, en áhugi skólastjóra virðist liggja í málefnum tengdum námi og kennslu sem rata neðar í raunverulegri forgangsröðun viðfangsefna. Þetta er umhugsunarefni því samkvæmt víðtækum rannsóknum hefur kennslufræðileg forysta skólastjónenda mikil áhrif á nám og árangur nemenda (Grissom, Egalite, og Lindsey, 2021; Leithwood, Seashore Lewis, Anderson, og Whalstrom, 2004). Það er því mikilvægt að allt starfsumhverfi skólastjóra styðji við hlutverk þeirra sem kennslufræðilegra leiðtoga. Þá vert er að staldra við tengingu foreldra við skólann. Í könnuninni 2002 kemur fram að talsvert margir skólastjóranna telja að skólinn verði fyrir meiri gagnrýni frá foreldrum en áður. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi jákvæðs stuðnings foreldra við nám barna sinna (sjá t.d. Wilder, 2014) og því til mikils að vinna að tengsl foreldra og skóla séu góð. Í rannsóknarverkefninu Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar segja Kristín Jónsdóttir og Amalía Björnsdóttir (2014) að það séu einkum við lýði tvenns konar áherslur við að tengja foreldra og skóla. Önnur er leiðsögn og ábyrgð skólafólks á því að rækta sambandið við foreldra, hin er góðir uppeldishættir, hlýlegt viðmót og stuðningur skólafólks við jákvæð viðhorf foreldra gagnvart skólanum. Segja þær að efla þurfi hvort tveggja „þar sem það getur haft áhrif á námsárangur sem og aðlögun barna að skólastarfi“ (bls. 214). Í ljósi sívaxandi menningarlegs margbreytileika í skólum landsins verður að telja þennan þátt æ mikilvægari en samkvæmt vef Hagstofunnar voru árið 2020 um 5600 nemendur í grunnskóla með erlent móðurmál og um 2900 börn í leikskólum. Þriðja atriðið varðar sérfræðiráðgjöf og stuðning við skólann, en samkvæmt könnuninni 2002 mætti hann vera meiri. Hafa ber í huga að afstaða kennara til yfirfærslunnar var blendnari en afstaða skólastjóra, þeir telja sig hafa takmörkuð áhrif og að kröfur til þeirra hafi aukist. Þá virðast skólastjórar verja meiri tíma í viðfangsefnið Starfsfólk eftir því sem nær dregur í tíma. Aðstæður og þarfir skólastjóra fyrir stuðning geta því verið mjög mismunandi en hverju sveitarfélagi er í sjálfsvald sett hvernig það hagar faglegum stuðningi við sína skóla. Í þessu sambandi er rannsókn Sigurbjargar Róbertsdóttur, Barkar Hansen og Amalíu Björnsdóttur (2019) um stuðning við skólastjóra áhugaverð en þar kemur fram „að skólastjórar voru óánægðir með þann stuðning sem var í boði við upphaf ferils þeirra, eingöngu 32% eru ánægðir með þann stuðning sem þeir fá nú í starfi …“ ( bls. 1). Þau segja einnig að flestir hafi nefnt „að þeir hefðu fengið mestan stuðning frá fjölskyldu eða vini við upphaf ferils síns og eru niðurstöður svipaðar við núverandi aðstæður“ (bls. 1). Fjölbreyttur stuðningur við skólastjóra er ekki síst mikilvægur vegna mikillar nýliðunar en í rannsókn Barkar Hansen (2021) á stöðugleika skólastjóra í starfi kemur fram að umtalsverður fjöldi skólastjóra í grunnskólum hefur fremur stutta starfsreynslu. Rekstur og stjórnun grunnskóla eru flókin viðfangsefni og að sama skapi mikilvæg. Skólarannsóknir í víðum skilningi eru því lykilatriði við stefnumörkun og framkvæmd skólastarfs. Sveitarfélög landsins hafa nú borið ábyrgð á rekstri grunnskólans í aldarfjórðung og tekist allvel til að mati skólastjóra. Í þessari stuttu grein hafa verið dregnar fram nokkrar vísbendingar um þætti sem tengjast yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaga sem þarf að fylgjast með og rannsaka enn frekar. Þakkir Höfundur þakkar Ólafi H. Jóhannssyni og Steinunni Helgu Lárusdóttur fyrir samstarfið við rannsóknir, nám og kennslu um stjórnun í skólum um langt árabil, en þau hafa látið af störfum fyrir aldurs sakir. Þá færir hann þakkir öllu því skólafólki sem tengdist þeim rannsóknarverkefnum sem hér eru tilgreind og þeim sjóðum sem veittu styrki til þeirra. Gildi Grunnskólans í Þorlákshöfn.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.