Sveitarstjórnarmál - 2021, Page 15
15
25 ÁR FRÁ YFIRFÆRSLU GRUNNSKÓLANS
félagslega bakgrunni eða búsetu. Í
dreifðari byggðum er sérfræðiþjónusta
oft stopul. Stuðningur við kennara og
stjórnendur getur verið af skornum
skammti í dreifbýli og þar getur oft verið
erfitt að ráða fólk með rétta menntun eða
nægilega reynslu í sérfræðiþjónustu.
Þessa þjónustu þarf að stórefla með
því að nýta sér tæknina og auka þannig
aðgengi nemenda að sérfræðiþjónustu
óháð staðsetningu.
Kennsla án staðsetningar
Í heimsfaraldrinum tók skólasamfélagið
stökk í nýtingu tækni, sem er vel.
Nauðsynlegt er að nýta þá þekkingu
til að auka tækifæri nemenda til náms
með jafnréttið að leiðarljósi. Auka þarf
miðlæga kennslu þannig að nemandi á
Höfn geti kosið að læra spænsku eða
önnur tungumál hjá kennara á Ísafirði
eða nemendur hvaðan af landinu geti
lært forritun hjá kennara sem starfar
án staðsetningar. Nýbúar hvar sem
þeir eru búsettir ættu að fá markvissa
íslenskukennslu á skjánum. Eflum
fjarnám og aukum þannig námsframboð
nemenda óháð búsetu þannig að þeir geti
fundið og stutt við sína styrkleika.
Áskoranir kalla á breytingar
Áskoranir í skólasamfélaginu eru margar.
Við stöndum frammi fyrir kennaraskorti.
Læsi nemenda þarf að bæta. Pisa
niðurstöður standa ekki undir væntingum.
Efla þarf nýbúakennslu. Brottfall drengja
úr námi er umtalsvert og 75% þeirra
sem útskrifast úr háskólanámi eru konur.
Það er ólíklegt að þetta og fleira breytist
ef við höldum áfram að gera hlutina
með sama hætti og síðustu áratugi.
Breytinga er greinilega þörf. Það er mín
trú að Ísland sé í kjörstærð til breytinga í
menntakerfinu. Margir kennarar eru fullir
af eldmóði og tilbúnir í breytingar, margir
eru þegar farnir af stað en þurfa meiri
stuðning. Í kennslustofum landsins verða
til magnaðir hlutir daglega og margir litlir
sigrar.
Raunverulega jöfn tækifæri
Góðir skólar kosta vissulega en menntun
má og á að kosta, því til langtíma þá
kostar það samfélagið margfalt meira að
útskrifa nemendur úr skólakerfinu sem
eru illa undirbúnir undir sína framtíð.
Þess vegna er mikilvægt að tryggja
jafnrétti til náms og aðgengi nemenda að
sérfræðiþjónustu á námsárum sínum.
Með raunverulegum jöfnuði ættu
leikskólar að vera gjaldfrjálsir en Ísland
er eitt af fáum Evrópulöndum sem
reiknar með kostnaðarhlutdeild foreldra
alla leikskólagönguna. Skólamáltíðir
ættu sömuleiðis að vera fríar en sum
sveitarfélög eru einmitt að stíga það
skref, sem er til fyrirmyndar. Allir
nemendur ættu að hafa tækifæri til að
iðka íþróttir, stunda listnám, verklegar
greinar og tónlistarnám.
Það eiga öll börn og ungmenni rétt á því
að byrja á sama reit óháð sínu baklandi
eða búsetu. Þannig verða tækifæri
nemenda þessa lands raunverulega jöfn.
Gerum
góðar heimtur
betri
Sköpum hugarró
Við verndum dýrmæt viðskiptasambönd og
stuðlum að hugarró með því að koma
málunum í góðan farveg.
Sími 520 40 40inkasso.is