Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 16
16 SVEITARSTJÓRNARMÁL Frístunda- og tómstundastarf á Íslandi er fjölbreytt en jafnframt misjafnt eftir sveitarfélögum og afar mismunandi er hvernig og hvar það fellur innan stjórnsýslu sveitarfélaga. Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað síðustu ár vegna aukinnar áherslu á frístundastarf og mikilvægi þess að frítími barna, unglinga, fullorðna og aldraða sé uppbyggilegur og jákvæður. Víða er fjölbreytt starf í gangi í þessum efnum en helst eru það þó frístundaheimili og félagsmiðstöðvar sem sveitarfélög reka með það sérstaka markmið að þar sé þörfum barna og unglinga fyrir uppbyggilegt félagsstarf mætt. Ef litið er til Reykjavíkur er greinilegt að uppbygging frístundastarfs þar hefur verið gríðarlega öflugt og þar má greinilega sjá að frístundamiðstöðvar borgarinnar spila þar stórt hlutverk. Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að fimm frístundamiðstöðvar sjá um rekstur félagsmiðstöðva og frístundaheimila hver í sínu hverfi. Starfsvettvangur þeirra er frítími allra borgarbúa en megin áhersla er lögð á barna- og unglingastarf. Ekki eru mörg önnur sveitarfélög sem hafa farið sömu leið og Reykjavíkurborg með því að styðjast við miðlægar miðstöðvar þar sem allt frístundastarf flæðir í gegn. Margvíslegar ástæður geta legið að baki því að önnur sveitarfélög hafa ekki valið að fara sömu leið og er líklegt að ein af þeim ástæðum sé munur á stærðargráðu reksturs frístundastarfs hvers sveitarfélags. Til dæmis sér frístundamiðstöðin Tjörnin, sem er ein af fimm frístundamiðstöðvum Reykjavíkur, um rekstur á sjö frístundaheimilum og fimm félagsmiðstöðvum. Út á landsbyggðinni veldur fámennið allt öðru starfsumhverfi frístundastarfs. Í Hveragerði er rekin frístundamiðstöðin Bungubrekka og er ekki ólíklegt að Hveragerði sé eitt fámennasta sveitarfélagið á landinu sem hefur lagt af stað með það markmið að sameina rekstur frístundastarfs undir einum hatti en hér er aðeins eitt frístundaheimili og ein félagsmiðstöð. Í lok árs 2017 flytur annar tveggja leikskóla í Hveragerði í nýtt húsnæði til þess að til þess að koma til móts við fjölgun íbúa í sveitarfélaginu. Um leið ákvað bæjarstjórn að eldri leikskólinn sem var rétt um 500 fermetrar að stærð með tilheyrandi 2000 fermetra lóð yrði miðstöð frístunda fyrir ungmenni bæjarins. Starfsemi frístundaheimilisins og félagsmiðstöðvarinnar var þá á ákveðnum krossgötum. Frístundaheimilið var búið að vera á hrakhólum og lítil festa náðist í starfið. Félagsmiðstöðin var enn þá staðsett inn í grunnskólanum án þess að vera með fast svæði og á báðum stöðum var mikil velta á almennum starfsmönnum og stjórnendum. Væntingar til frístundastarfs voru að aukast og það gamla góða sem var til staðar var ekki lengur nægilega gott. Því var ákveðið að sameina frístundaheimilið og félagsmiðstöðina í gamla húsnæði leikskólans og þar varð til frístundamiðstöðin Bungubrekka. Framsækni í frístundastarfi minni sveitarfélaga Ingimar Guðmundsson Verkefnastjóri Bungubrekku - frístundamiðstöðvar í Hveragerði Allar myndir með greinininni eru af vef Bungubrekku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.