Sveitarstjórnarmál - 2021, Side 23
23
Stjórnarmenn í Grunnstoð, sem eru svæðasamtök foreldrafélaga í Garðabæ, hittust á fundi með Gunnari Einarssyni bæjarstjóra á Álftanesi í júní
2015.
Fjárfestum í samtali við foreldra
Sigrún Edda Eðvaldsdóttir
Formaður Heimilis og skóla
Á dögunum var ég minnt á það að við
foreldrar bærum ábyrgð á menntun
barnanna okkar. Yfir þessum orðum
hef ég verið pínu hugsi og þá ekki á
þann hátt að efast um gildi né mikilvægi
þeirra heldur meira hvað felst í þessari
ábyrgð. Málefni sem við foreldrar eða
skólasamfélagið höfum því miður ekki
mikið staldrað við.
Þarf að skilgreina betur hlutverk
og skyldur heimila og skóla?
Á undanförnum árum og áratugum
hafa orðið alveg gríðarlega miklar
samfélagslegar breytingar sem
hafa eðlilega haft mikil áhrif á okkar
daglega líf. Það er því afar brýnt að
við skilgreinum og ræðum væntingar
og hlutverk allra þeirra sem mynda
skólasamfélagið með hagsmuni
barnanna okkar að leiðarljósi og út frá
þeim samfélagslegu áskorunum sem við
stöndum frammi fyrir á hverjum tíma.
Við höfum kannski gefið okkur að við
þekkjum flest þetta hlutverk og þær
væntingar sem uppi eru og hvíla m.a.
á okkur skólaforeldrum þegar barnið
okkar byrjar í skóla. Stóra spurningin er
hins vegar, getum við leyft okkur að gefa
okkur það? Það er að viðhorf og sýn
okkar foreldra á hlutverkið sé það sama
og skólans þegar svo mikið vatn hefur
runnið til sjávar frá því við sjálf sátum á
þessum skólabekk, því ekki hefur tíminn
staðið í stað.
Bjóðum foreldrum til samtals
Skólinn er og á að vera
lærdómssamfélag. Hann þarf að
endurspegla þá hugmyndafræði þar sem
allir þeir sem að borðinu koma, fái jöfn
tækifæri til að taka þátt í samtalinu um að
gera gott skólasamfélag enn betra.
Við foreldrar erum stór og mikilvægur
hluti hvers skólasamfélags. Það er því
afar mikilvægt að hver og einn skóli horfi
til síns nærsamfélags og þess mannauðs
sem þar býr og sé tilbúinn til að fjárfesta í
samtali um skóla- og menntamál.
Samkvæmt lögum er foreldrum
gert að gæta hagsmuna barna
sinna á skólaskyldualdri en hvar er
vettvangurinn? Það er því vel við hæfi að
hvetja sveitarfélög landsins til að skapa
þennan vettvang, sé hann ekki þegar til
staðar. Með því að efna til samtals við
hagaðila og horfa til þess sem vel er
gert og þess sem betur má fara, aukum
við líkurnar á því að við sem myndum
skólasamfélagið náum að stilla saman