Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 2021, Page 28

Sveitarstjórnarmál - 2021, Page 28
SVEITARSTJÓRNARMÁL Sóknarfærin blasa við okkur Snæfellingum 28 Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði, í ítarlegu viðtali við Garðar H. Guðjónsson um heimabæinn, fjármál sveitarfélaga, sameiningarmál, líf sitt og störf. Það að vera bæjarstjóri núna er talsvert ólíkt því þegar ég var hér bæjarstjóri í fyrra skiptið, á árunum 1995- 2006. Þá var hér nánast stöðugur uppgangur og fjölgun íbúa. Verkefnin eru öðru vísi núna. Í sveitarstjórnarmálum finnst mér breytingin jákvæð, fagmennska, þekking og samvinna hefur aukist. Ég er bjartsýn á framtíðina og tel að svæðið okkar eigi mikið inni hvað varðar atvinnutækifæri og aukin samvinna og sameining muni efla sveitarfélögin. Svo sé ég mikil tækifæri fyrir smærri samfélög í fjórðu iðnbyltingunni. Þetta segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði, í samtali við Sveitarstjórnarmál. Hún var ráðin bæjarstjóri eftir kosningarnar 2018 og er því í annað sinn í bæjarstjórastólnum í Grundarfirði. Sveitarfélagið hét reyndar Eyrarsveit þegar Björg var ráðin í fyrra sinnið og Björg var sveitarstjóri fyrstu árin en ekki bæjarstjóri. Það var ekki fyrr en 2002 sem sveitarfélagið fékk heitið Grundarfjarðarbær eftir íbúakosningu um nýtt nafn. Hún er öllum hnútum kunnug í Grundarfirði fyrr og nú, er fædd þar og uppalin og hefur búið í bænum alla sína tíð ef frá eru talin námsárin í Reykjavík. Hún hefur því frá unga aldri fylgst með þróun samfélagsins í Grundarfirði og raunar á Snæfellsnesi öllu. Hún fæddist í litla útgerðarbænum 1968 og var orðin bæjarstjóri 1995, aðeins 27 ára að aldri. Forréttindastarf „Ég hugsa að mér hefði aldrei dottið í hug að sækja um nema vegna þess að ég fékk hvatningu til þess. Magnús

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.