Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 28
SVEITARSTJÓRNARMÁL Sóknarfærin blasa við okkur Snæfellingum 28 Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði, í ítarlegu viðtali við Garðar H. Guðjónsson um heimabæinn, fjármál sveitarfélaga, sameiningarmál, líf sitt og störf. Það að vera bæjarstjóri núna er talsvert ólíkt því þegar ég var hér bæjarstjóri í fyrra skiptið, á árunum 1995- 2006. Þá var hér nánast stöðugur uppgangur og fjölgun íbúa. Verkefnin eru öðru vísi núna. Í sveitarstjórnarmálum finnst mér breytingin jákvæð, fagmennska, þekking og samvinna hefur aukist. Ég er bjartsýn á framtíðina og tel að svæðið okkar eigi mikið inni hvað varðar atvinnutækifæri og aukin samvinna og sameining muni efla sveitarfélögin. Svo sé ég mikil tækifæri fyrir smærri samfélög í fjórðu iðnbyltingunni. Þetta segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði, í samtali við Sveitarstjórnarmál. Hún var ráðin bæjarstjóri eftir kosningarnar 2018 og er því í annað sinn í bæjarstjórastólnum í Grundarfirði. Sveitarfélagið hét reyndar Eyrarsveit þegar Björg var ráðin í fyrra sinnið og Björg var sveitarstjóri fyrstu árin en ekki bæjarstjóri. Það var ekki fyrr en 2002 sem sveitarfélagið fékk heitið Grundarfjarðarbær eftir íbúakosningu um nýtt nafn. Hún er öllum hnútum kunnug í Grundarfirði fyrr og nú, er fædd þar og uppalin og hefur búið í bænum alla sína tíð ef frá eru talin námsárin í Reykjavík. Hún hefur því frá unga aldri fylgst með þróun samfélagsins í Grundarfirði og raunar á Snæfellsnesi öllu. Hún fæddist í litla útgerðarbænum 1968 og var orðin bæjarstjóri 1995, aðeins 27 ára að aldri. Forréttindastarf „Ég hugsa að mér hefði aldrei dottið í hug að sækja um nema vegna þess að ég fékk hvatningu til þess. Magnús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.