Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2021, Síða 30

Sveitarstjórnarmál - 2021, Síða 30
staðið undir raunverulegum kostnaði við framhaldsskólabygginguna og hafa sveitarfélögin lagt á þriðja hundrað milljónir inn í félagið frá 2004. SVEITARSTJÓRNARMÁL 30 Nú renna tekjur af ferða- mönnum fyrst og fremst í ríkissjóð en sveitarfélög skortir sárlega tekjustofn til að byggja upp innviði. Því sveitarfélögin standa klárlega í mikilli uppbyggingu innviða fyrir atvinnugreinina ferðaþjónustu, ekkert síður en ríkið. Kirkjufellið hefur mikið aðdráttarafl og er að flestra mati fallegasta fjall landsins. Ljósm.: Tómas Freyr Kristjánsson. „Tilkoma framhaldsskólans hafði strax gríðarleg áhrif á samfélögin. Fjölskyldurnar gátu haft unglingana heima til tvítugs og þeim fjölgaði verulega sem fóru í framhaldsskólanám. Færri flosnuðu upp úr skóla og fjölmargir sem áður höfðu ekki klárað nám eða haft tækifæri til að fara í nám gerðu það nú, fólk á ýmsum aldri.“ Á blússandi siglingu 1995-2006 Sem fyrr segir einkenndist fyrra tímabil Bjargar í stól bæjarstjóra af mikilli uppbyggingu og grósku. „Það er óhætt að segja að allt hafi verið hér á blússandi siglingu á árunum 1995-2006. Samfélagið hefur oft tekið svona vaxtarkippi sem haldast í hendur við styrkingu innviða eins og hafna og umbóta í sjávarútvegi. Það gerðist á áttunda áratugnum og aftur á þessum árum. Gríðarleg uppbygging varð í sjávarútvegi og aðstöðu honum tengdum. Lenging á Norðurgarði hafnarinnar um 100 metra upp úr 2000 skipti miklu máli. Aðstaða fyrir smábáta og bygging Miðgarðs, í stað litlu bryggju, sömuleiðis. Störfum og fólki fjölgaði og samhliða var byggt íbúðarhúsnæði til að taka við þessari miklu fjölgun. Við vorum mjög ungt samfélag. Hér var eitt hæsta hlutfall íbúa 16 ára og yngri á þessum tíma. Verkefnin voru í samræmi við það. Árið 1996 tóku sveitarfélögin við rekstri grunnskólans af ríkinu og átak var gert til að einsetja hann. Við nánast tvöfölduðum húsnæði grunnskólans 1997-2000. Leikskólinn var líka að springa svo við stækkuðum hann. Tónlistarskólinn fékk einnig nýtt húsnæði og við réðum fleira fólk til vinnu í skólunum. Talsvert var byggt af íbúðarhúsnæði og því fylgdi skipulagsvinna og gatnagerð. Bærinn byggði einnig 15 íbúðir ætlaðar eldri íbúum, 1996 og 2004, og þannig varð mikil rótering á húsnæði – yngra fólkið keypti stóru húsin. Þetta var mikið

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.