Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 2021, Qupperneq 34

Sveitarstjórnarmál - 2021, Qupperneq 34
SVEITARSTJÓRNARMÁL 34 Upplýsingaleysi torveldar sveitarfélögum áætlanagerð og að stunda ábyrga fjármálastjórn. Ég fór í vinnu með fulltrúum sambandsins og SSV til að fá úr þessu bætt, og við skulum segja að okkur miði í rétta átt. Hagstofan slóst í lið með okkur og birtir nú tölur um útsvarið, sem svokallaða tilraunatölfræði og sambandið hefur unnið í að bæta framsetningu þeirra upplýsinga.“ Í þessu sambandi hafa Grundfirðingar einnig talið að sveitarfélögin ættu að fá aðgang að álagningarskrám útsvars, en því hefur ríkið neitað. Þegar blaðamaður ræðir við Björgu einu sinni sem oftar er hún einmitt á leið suður á Akranes til að skoða álagningarskrána en hún liggur frammi á pappír hjá Skattinum í hálfan mánuð. Síðan er engar frekari upplýsingar að hafa. „Við fórum fram á það við skattayfirvöld að fá afhenta álagningarskrá með rafrænum hætti en fengum neitun á þeim forsendum að við værum „óviðkomandi aðilar“ og beiðninni því hafnað á grunni laga um persónuvernd. Okkur þykir þetta skrýtið því sveitarfélögum er annars treyst fyrir alls kyns viðkvæmum upplýsingum um einstaklinga og fyrirtæki. Víða erlendis er þetta þannig að hver sem er getur flett upp á álagningu hvers sem er, en við erum ekki að tala um að ganga svo langt. Mér finnst það prinsippmál að sveitarstjórnir hafi upplýsingar um útsvarsgreiðslur skattgreiðenda og geti unnið úr þeim frumgögnum, að virtri persónuvernd að sjálfsögðu. Síðan hefur sambandið gengið í þetta með okkur og meðal annars ályktað um nauðsyn þess að sveitarfélög fái afhentar álagningarskrár eingöngu til eigin nota en ekki til opinberrar birtingar.“ Sóknartækifærin Björg segir að Snæfellsnesið eigi mikil sóknarfæri þegar kemur að atvinnulífi og uppbyggingu. „Já, ég tel að svæðið okkar eigi mikið inni. Ég er í eðli mínu bjartsýn manneskja. Það er bjargföst trú mín að Snæfellsnesið eigi fullt af tækifærum sem felast í náttúrulegum auðlindum, ekki síst sjávarauðlindinni, þekkingu og reynslu í að nýta hana, íslensku tæknihugviti þar ofaná, en einnig í auðlindum landsins, í náttúru og landslagi sem er einstakt og gestir sækjast í að upplifa og njóta; í staðsetningu, hafnarskilyrðum eins og hjá okkur í Grundarfirði og svo mörgu öðru. Í svæðisskipulagsvinnu Snæfellsness fóru heimamenn einmitt í að greina þessar auðlindir og leggja línur um hvernig mætti í senn nýta þær til verðmætasköpunar en einnig gæta þeirra þannig að þær missi ekki gildi sitt. Sveitarfélög eins og okkar getur styrkt stöðu sína verulega með samvinnu og náttúrlega sameiningu eins og ég nefndi áðan. Þannig stækkum við einingarnar og verðum mun betur til þess fallin að nýta gæðin okkar og að bregðast við síauknum kröfum um meiri og betri þjónustu við íbúana. Ég hef gaman af því að hugsa langt fram í tímann og hef áður sagt að tæknibyltingin sem er að verða í hvers kyns samskiptum, fjórða iðnbyltingin sem kölluð er, sé eitt stærsta tækifærið okkar á landsbyggðinni í langan tíma. Hún getur orðið dreifðari byggðum til farsældar, meðal annars með störfum án staðsetningar sem allar tækniforsendur eru nú fyrir, en ekki síður með því hvaða tækifæri opnast fólki til menntunar, afþreyingar og þjónustu. Á landsbyggðinni eru mikil og eftirsóknarverð lífsgæði, eins og fyrir barnafjölskyldur. En það þarf að passa upp á að allir nauðsynlegir innviðir séu fyrir hendi. Almenn ljósleiðaravæðing á þéttbýlisstöðum eins og Grundarfirði er gríðarlega brýnt verkefni. Tækifærin eru fyrir hendi og við þurfum að grípa þau jafnóðum og þau gefast. Við megum ekki við því að dragast aftur úr að þessu leyti. Ég þekki það vel að vera í starfi sem ekki krafðist sérstakrar staðsetningar. Öll 12 árin sem ég vann hjá Alta bjó ég hér í Grundarfirði og vann með viðskiptavinum um allt land. Langflestir vinnufélagar mínir voru í Reykjavík. Ég hef því reynt á eigin skinni hvernig þetta gengur fyrir sig. Þetta er auðvelt ef fólk bara vill nýta sér möguleikana sem fyrir hendi eru. Veirufaraldurinn er okkur þörf áminning um hvað við getum og eigum að gera í þessum efnum. Svo má ekki gleyma því að fjarvinna snýst meðal annars um umhverfismál. Með því að nota þessa möguleika getum við dregið verulega úr umferð og haft þannig góð áhrif á umhverfi okkar,“ segir Björg. Við fórum fram á það við skattayfirvöld að fá afhenta álagningarskrá með rafrænum hætti en fengum neitun á þeim forsendum að við værum „óviðkomandi aðilar“ og beiðninni því hafnað á grunni laga um persónuvernd. Kirkjan og Kirkjufellið, séð frá bæjarskrifstofunum í Grundarfirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.