Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 35
35 Ég get vel tekið undir það sem góður maður sagði að það að vera bæjarstjóri minni að mörgu leyti meira á lífsstíl en starf. Þetta er baktería, maður er alltaf á vaktinni, alltaf að hugsa um hagsmuni sveitarfélagsins, horfa í kringum sig, læra og taka með sér hugmyndir. Undirmeðvitundin virkar þannig, maður verður að lifa við að þetta býr í manni. Það er ekki svo auðvelt að slökkva á bæjarstjóranum, segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði. „Ég er frekar léleg í því að kúpla mig út úr vinnunni og ekki til þess fallin að ráðleggja öðrum um það. En eitt af því sem ég hef náð að stjórna er að hafa ekki öllum stundum áhyggjur af öllu, þótt margt bíði úrlausnar. Maður verður líka að finna sér eitthvað sem maður getur gleymt sér í, svona núvitundaræfingar,“ bætir hún við. Vinnudagar bæjarstjórans í Grundarfirði geta verið langir og Björg viðurkennir að það hafi oft komið niður á fjölskyldulífinu. „Ég viðurkenni bara að ég er einfaldlega ekki nógu góð í að taka mér frí og kúpla út. Þetta kjörtímabil hefur verið nokkuð strembið, bæði höfum við verið á milli vita með sérfræðingastörf, eins og í byggingar- og skipulagsmálum, og síðan veldur tekjufall vegna Covid því að við höldum í okkur með að ráða í störf sem við ætluðum okkur. Það veldur því að ég er meira að fást við tæknileg úrlausnarefni en vera ber. Það er útaf fyrir sig skemmtilegt en lengir óneitanlega vinnudagana og tekur dálítið athyglina frá öðrum verkefnum sem ég þarf að sinna.“ Gift æskuástinni Björg fæddist í Grundarfirði 24. mars 1968, dóttir Ágústs Sigurjónssonar vörubifreiðarstjóra og Dagbjartar Guðmundsdóttur. Ágúst lést úr hjartaáfalli þegar Björg var 14 ára gömul. „Það var mikið áfall fyrir okkur mömmu og yngri systur mínar tvær. Sú yngsta var þá að vísu aðeins á öðru ári. Áfall af þessu tagi breytir lífi manns, ég fullorðnaðist fyrir aldur fram,“ rifjar Björg upp. Tveimur árum síðar flutti fjölskyldan suður svo Björg gæti gengið menntaveginn. Að lokinni útskrift úr Háskóla Íslands flutti hún aftur vestur og hefur búið þar allar Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði Ekki svo auðvelt að slökkva á bæjarstjóranum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.