Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 41
SKIPULAG HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
Störf að sveitarstjórnarmálum á
höfuðborgarsvæðinu eru að sumu
leyti frábrugðin því sem ég átti að
venjast sem bæjarstjóri sveitarfélags
á landsbyggðinni, málaflokkarnir og
málefnin vissulega af svipuðum toga
en áskoranirnar að einhverju leyti
mismunandi. Á höfuðborgarsvæðinu
erum við að upplifa mikla fjölgun íbúa
árum saman og sjáum ekki fram á að
henni linni á næstu árum og áratugum.
Skipulag og áætlanir sveitarfélaganna
á höfuðborgarsvæðinu taka mið af
því, segir Páll Björgvin Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu (SSH), í samtali
við Sveitarstjórnarmál.
Páll hefur verið framkvæmdastjóri SSH
síðan í apríl 2019 en gegndi þar áður
um langt skeið starfi bæjarstjóra og
fjármálastjóra í Fjarðabyggð og sinnti
auk þess ráðgjöf við sveitarfélög, meðal
annars í sameiningarferli.
Hann er viðskiptafræðingur með MBA
frá háskólanum í Stirling í Skotlandi.
Hann var fjármálastjóri Fjarðabyggðar
á árunum 2004-2008, síðan útibússtjóri
Íslandsbanka á Austurlandi í tvö ár
og bæjarstjóri Fjarðabyggðar 2010-
2018. Áður en hann tók við starfi
framkvæmdastjóra SSH starfaði hann um
hríð sem sjálfstæður ráðgjafi í samstarfi
við RR-ráðgjöf og veitti þá meðal annars
ráðgjöf vegna sameiningar sveitarfélaga
sem nú mynda Múlaþing.
Sameining eflir fámennari byggðir
„Það var virkilega ánægjulegt að starfa
að sveitarstjórnarmálum í Fjarðabyggð
og ég hef góðar minningar þaðan. Þessi
ár sem ég var þar einkenndust af mikilli
uppbyggingu og enn frekari sameiningu
við nágrannasveitarfélög. Tilkoma
álvers Alcoa-Fjarðaáls var gríðarlega
öflug vítamínsprauta fyrir svæðið og
í sveitarfélaginu eru þrjú mjög öflug
sjávarútvegsfyrirtæki; Síldarvinnslan
í Neskaupstað, Eskja á Eskifirði og
Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði. Þessari
starfsemi allri og tengdri starfsemi
hefur fylgt mikil uppbygging. Það var
mjög krefjandi og ánægjulegt að taka
þátt í því ferli og ég bý að dýrmætri
þekkingu og reynslu af því. Þá tók ég
þátt í undirbúningi þess að taka á móti
uppbyggingu Laxeldis og lagði mitt
lóð á vogarskálarnar þegar kom að
skipulagsmálum fjarða sem er mikilvægt
mál fyrir þau sveitarfélög sem liggja að
sjó á fjörðum.
Að sama skapi var áhugavert að taka
þátt í ferlinu þegar Fáskrúðsfjörður,
Fáskrúðsfjarðarhreppur og
Stöðvarfjörður, ásamt Mjóafirði,
sameinuðust Fjarðabyggð og loks
Breiðdalshreppur. Ég upplifði það sem
bæjarstjóri að við sameiningu myndast
aukinn slagkraftur. Einingin stækkar
Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Höfuðborgarsvæðið og
landsbyggðin eiga samleið
Eftir Garðar H. Guðjónsson
41
Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.