Sveitarstjórnarmál - 2021, Page 47
og sveitarfélaga um heimsmarkmiðin
í samræmi við ábendingu OECD í
tengslum við þátttöku Kópavogsbæjar
í OECD heimsmarkmiðaverkefni.
Samstarfsvettvangurinn hefur nú
umsjón með vinnu að sameiginlegum
HM-mælikvörðum fyrir sveitarfélög
og sá um útgáfu á Verkfærakistu um
heimsmarkmiðin fyrir sveitarfélög í maí sl.
Sambandið hefur nú fengið styrk frá
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í sex mánaða
átaksverkefni til að styðja við innleiðingu
heimsmarkmiðanna í íslenskum
sveitarfélögum. Markmiðið verkefnisins
er að:
• fjölga sveitarfélögum sem
hafa náð árangri í innleiðingu
heimsmarkmiðanna,
• yfirfæra þekkingu á milli sveitarfélaga,
• móta farvegi fyrir innleiðingu
heimsmarkmiðanna í
Gerum
góðar heimtur
betri
Árangur
Við kappkostum að skapa verðmæti, ekki
bara fyrir kröfuhafa, heldur líka fyrir greið-
endur, samfélagið og komandi kynslóðir.
Sími 520 40 40inkasso.is
þátttökusveitarfélögunum sem hægt
er að halda áfram að byggja á eftir
sveitarstjórnarkosningar 2022,
• 20% sveitarfélaga hafi fyrir
sveitarstjórnarkosningar 2022
hafið undirbúning að setningu
aðgerðaráætlunar um innleiðingu
heimsmarkmiðanna og að 10% til
viðbótar hafi sett sér slíka áætlun og
byrjað að hrinda henni í framkvæmd.
Umsóknarfrestur til 15. október
Sveitarfélög hafa frest til 15. október
nk. til að sækja um þátttöku. Unnið
verður með sveitarfélögum í tveimur
hópum eftir því hvar þau eru stödd
gagnvart markmiðunum. Þau sem
eru komin nokkuð áleiðis í vinnu að
innleiðingu markmiðanna munu fá
fræðslu og stuðning ráðgjafa til að
setja sér fullmótaða aðgerðaráætlun.
Hinn hópurinn mun fá fræðslu og
stuðning ráðgjafa til að móta grunn
fyrir áframhaldandi innleiðingu eftir
sveitarstjórnarkosningar næsta vor.
Reynsla þeirra sem eru komin lengra
verður nýtt fyrir þau sem eru komin
skemur á veg. Hvert sveitarfélag þarf að
tilefna tvo fulltrúa, annars vegar kjörinn
fulltrúa og hins vegar starfsmann til
að bera ábyrgð á innleiðingarvinnunni
innan sveitarfélags og taka þátt í
sameiginlegum vinnufundum. Samstaða
innan sveitarstjórnar um þátttöku er mjög
mikilvæg til að auka líkur á framhaldi
vinnunnar eftir sveitarstjórnarkosningar
2022. Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá
Podium, sem hefur m.a. verið ráðgjafi
Flóahrepps og Skaftárhrepps í innleiðingu
heimsmarkmiðanna, mun hafa umsjón
með fræðslunni og veita faglegan
stuðning.
HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA