Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 48
SVEITARSTJÓRNARMÁL Sveitarfélög sýna stafrænni umbreytingu mikinn metnað 48 Eftir Garðar H. Guðjónsson Fjóla María Ágústsdóttir, leiðtogi stafræns umbreytingateymis og breytingastjóri Það er mikið ánægjuefni að sveitarfélögin í landinu skuli hafa tekið höndum saman um að vinna að stafrænni umbreytingu á sveitarstjórnarstiginu til að deila þekkingu og lausnum, þróa saman lausnir, hýsa þær og viðhalda og standa saman að útboðum. Þannig stefnum við hraðbyri að því að auka verulega þjónustu við íbúa og auka hagkvæmni í rekstri sveitarfélaga. Það er mikill metnaður í sveitarfélögum sem snýr að stafrænni þróun þeirra og ég tel að ákvarðanir um samstarf og uppbyggingu í því sambandi séu gríðarlegt gæfuspor, segir Fjóla María Ágústsdóttir, leiðtogi stafræns umbreytingarteymis og breytingastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við Sveitarstjórnarmál. Þegar blaðamaður ræddi við Fjólu Maríu voru hún og samstarfsfólk hennar á fullu að undirbúa stafræna ráðstefnu Sambandsins um stafræna þróun sem haldin var í lok september. Stafræn þróun er komin á dagskrá. Sambandið og sveitarfélögin hafa stigið stór skref í átt að stafrænni umbreytingu síðan Fjóla María var ráðin til starfa í október 2019. Samstarf sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu var formfest í febrúar á þessu ári og starfa nú á þess vegum stafrænt ráð sveitarfélaga og faghópur stafrænna leiðtoga sveitarfélaga. Stefnumarkandi ráð Stafræna ráðið er skipað bæjarstjórum og kjörnum fulltrúum tilnefndum af landshlutasamtökum sveitarfélaga, auk fulltrúa Reykjavíkurborgar. Hlutverk þess er að vera stefnumarkandi og stuðla að faglegu ákvörðunarferli um samstarfsverkefni sveitarfélaga og eftirfylgni þeirra. Ráðið lagði til að bætt yrði við tveimur starfsmönnum til að vinna að þessum málum og voru þeir ráðnir í júní síðastliðnum. Fjóla María og nýju verkefnastjórarnir mynda nú stafrænt umbreytingarteymi sem hefur það hlutverk að vinna, í nánu samstarfi við stafrænt ráð sveitarfélaga, að framkvæmd miðlægs samstarfs sveitarfélaga til að auðvelda þeim að verða virkir þátttakendur í stafrænni Stafrænt teymi Sambands íslenskra sveitarfélaga: Hrund Valgeirsdóttir, Fjóla María Ágústsdóttir og Andri Örn Víðisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.