Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 49

Sveitarstjórnarmál - 2021, Blaðsíða 49
STAFRÆNT TEYMI SAMBANDSINS 49 framþróun og nýta nútímatækni til að bæta þjónustu og samskipti við íbúa Faghópurinn veitir stafræna ráðinu faglega ráðgjöf og setur fram tillögur til þess um stafræn samstarfstækifæri. Þjónustuvefur fyrir sveitarfélögin í stafrænni umbreytingu (stafraen. sveitarfelog.is) er í hönnun en á honum er í mótun svæði sem kallast mun lausnatorg þar sem sveitarfélögin geta deilt og tekið stafrænar lausnir og kóða þeirra, svo sem sorphirðudagatal, Miðlægt áhættumat hugbúnaðarlausna fyrir skóla er annað verkefni í vinnslu sem mun veita skólum betri yfirsýn yfir lausnir sem þeir geta nýtt sér og hugsanlega persónuverndaráhættu vegna þeirra. reiknivélar fyrir ýmis gjöld sveitarfélaga og fleira. Þá gerðist Sambandið aðili að stefnu um stafræna þjónustu hins opinbera í sumar þar sem helstu markmið og áherslur eru betri opinber þjónusta, nútímalegra starfsumhverfi, öruggari innviðir og aukin samkeppnishæfni. Samvinnuverkefni og samstarf við Stafrænt Ísland Fjóla María segir fyrsta þróunarverkefnið, sem er umsókn um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og tæknihögun fyrir það, komið vel á veg. „Verkefnið eru unnið í samstarfi við Stafrænt Ísland og fyrirtækin Kolibri og Anders og mun ryðja brautina fyrir fleiri þjónustulausnir sveitarfélaga inni á vefnum Ísland.is. Gert er ráð fyrir að nýta þá tæknilegu innviði sem ríkið hefur byggt upp og leggja um leið grunn að tæknihögun fyrir sveitarfélögin, sem getur nýst í sameiginlegum framtíðarverkefnum sveitarfélaga og Stafræns Íslands. Tengingar við gagnaskrár ríkisins, svo sem Þjóðskrár og Skattsins í gegnum Strauminn (e. X-road) eru í vinnslu og munu nýtast í framtíðarþróun á umsóknarferlum sveitarfélaga. Einnig er unnið að leiðum til að gera stafræn innkaup sveitarfélaga hagkvæmari með sameiginlegum leiðbeiningum, gæðaviðmiðum og rammasamningum. Miðlægt áhættumat hugbúnaðarlausna fyrir skóla er annað verkefni í vinnslu sem mun veita skólum betri yfirsýn yfir lausnir sem þeir geta nýtt sér og hugsanlega persónuverndaráhættu vegna þeirra. Þetta verkefni mun komast í gagnið í lok september í gegnum vefinn stafraen. sveitarfelog.is,“ segir Fjóla María. Önnur verkefni snúa að hennar sögn að stuðningi vegna tilraunaverkefna sem nokkur sveitarfélög hafa farið í saman og munu, ef reynslan er góð, geta nýst sveitarfélögum almennt. Ekki fækkun starfsfólks Fjóla María leggur áherslu á að stafræn tækni býður upp á mörg tækifæri fyrir hagkvæmari rekstur sveitarfélaga sem og betri ákvarðanatöku og þjónustu við íbúa. „Sveitarfélög landsins verða að taka stór skref núna til að verða ekki eftir í hraðri tækniþróun sem nú á sér stað. Stafræna umbreytingarteymið kannaði í sumar áhuga sveitarfélaga á 64 stafrænum verkefnatillögum en niðurstaða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.