Sveitarstjórnarmál - 2021, Side 51
STAFRÆNT TEYMI SAMBANDSINS
51
Sveitarfélög landsins
verða að taka stór skref
núna til að verða ekki eftir
í hraðri tækniþróun sem
nú á sér stað.
við þá. Ég var bara ein að starfa að
þessum málum þegar ég var ráðin fyrir
tveimur árum og fólk ekki byrjað að ræða
samstarf en nú finn ég algjörlega að
sveitarfélögin þurfa og vilja samstarf.
En stafræn þróun og tæknilausnir kosta
fjármagn í upphafi enda er verið að
byggja upp nýja nálgun og það þarf að
gera ráð fyrir fjármagni í þessa vegferð í
fjárhagsáætlunum sveitarfélaga. Nú hefur
Reykjavík heldur betur tekið hugrakkar
ákvarðanir og setur mikið fjármagn í
stafræna þróun enda er hún framtíðin, en
önnur sveitarfélög sem þjónusta tvo þriðju
landsmanna verða að leggja fjármagn
í þessa þróun og þá er bæði mikilvægt
að fjármagna samvinnuverkefni og aðra
stafræna þróun sveitarfélaga,“ segir Fjóla
María.
Í lok október 2020 var stofnað Stafrænt ráð sveitarfélaganna.
Landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefndu fulltrúa landshlutanna
í ráðið og auk þess eiga Reykjavíkurborg og Kópavogsbær
fulltrúa. Stafrænt ráð styður við stefnumótun og forgangsröðun
um sameiginlega stafræna þróun sveitarfélaga. Í ráðinu sitja:
• Elías Pétursson fyrir SSNE,
• Eydís Ásbjörnsdóttir fyrir SSA,
• Sævar Freyr Þráinsson fyrir SSV, formaður
• Álfhildur Leifsdóttir fyrir SSNV,
• Óskar J. Sandholt fyrir Reykjavíkurborg,
• Áslaug Hulda Jónsdóttir fyrir SSH,
• Friðrik Sigurbjörnsson fyrir SASS,
• Kjartan Már Kjartansson fyrir SSS,
• Jón Páll Hreinsson fyrir FV,
• Ingimar Þór Friðriksson fyrir Kópavogsbæ
Faghópur um stafræna umbreytingu var stofnaður í desember
2019. Í hópnum eiga sæti sérfræðingar sem ráðnir hafa
verið innan sveitarfélaga til að leiða stafræna umbreytingu
innan síns sveitarfélags. Hópurinn hefur stækkað jafnt og
þétt en meginhlutverk hópsins er að vera umræðuvettvangur
um stafræna þróun sveitarfélaga og veita stafrænu ráði
sveitarfélaga faglegan stuðning. Hópurinn aðstoðar við
greiningu á stöðu stafrænna mála sveitarfélaga og hugmynda
um sameiginleg verkefni sveitarfélaga. Hann skal stuðla að
því að fyrir hendi sé yfirsýn yfir stafræna þróun sveitarfélaga
og stafræn samstarfstækifæri. Hópurinn aðstoðar við
þekkingarmiðlun til sveitarfélaga í samvinnu við stafrænt
ráð sveitarfélaga, og einnig inn á stafraent.sveitarfelog.is. Í
faghópnum sitja:
• Bergný Jóna Sævarsdóttir fyrir Suðurnesjabæ (SSS),
• Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir fyrir Reykjanesbæ (SSS),
• Gunnar Valur Steindórsson fyrir Egilsstaði (SSA),
• Ásta Þöll Gylfadóttir fyrir Reykjavíkurborg (SSH),
• Ingimar Þór Friðriksson fyrir Kópavogsbæ (SSH),
• Sunna Guðrún Sigurðardóttir fyrir Garðabæ (SSH),
• Sigurjón Ólafsson fyrir Hafnarfjörð (SSH),
• Óskar Þór Þráinsson fyrir Mosfellsbæ (SSH),
• Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fyrir Akureyri (SSNE),
• Sigríður Magnea Björgvinsdóttir fyrir Árborg (SASS),
• Tinna Ólafsdóttir frá Ísafirði (FV)
Stafræna ráðið og faghópurinn
Forsætisráðuneytið hefur sett í loftið
nýtt og uppfært miðlægt vefsvæði um
jafnréttismál.
Á vefsvæðinu er hægt að nálgast
upplýsingar á einum stað um aðgerðir
stjórnvalda í jafnréttismálum, ýmsa
áfanga og útgefið efni auk þess sem þar
er að finna kyngreinda tölfræði sem er
hornsteinn að markvissu jafnréttisstarfi.
Ísland trónir nú efst á listum yfir árangur
í kynjajafnréttismálum og hafa ýmsar
aðgerðir stjórnvalda vakið alþjóðlega
athygli á kynjajafnrétti hér á landi. Ísland
hefur sterka rödd á alþjóðavettvangi
þegar kemur að jafnréttismálum og er
mikill áhugi innanlands og erlendis frá
að fá upplýsingar um stöðu og þróun
jafnréttismála á Íslandi.
Vefslóð á íslenska útgáfu: stjornarradid.
is/jafnretti.
Vefslóð á enska útgáfu: government.is/
equality.
Nýtt vefsvæði um jafnréttismál