Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2021, Síða 52

Sveitarstjórnarmál - 2021, Síða 52
52 SVEITARSTJÓRNARMÁL Þjónusta við börn, á vegum sveitarfélaga, ríkis og annarra þjónustuveitenda, mun taka miklum breytingum á næstu misserum. Í júní sl. var þingsályktun um Barnvænt Ísland samþykkt sem hefur að geyma markmið og aðgerðaráætlun fyrir árin 2021-2024 um innleiðingu Barnasáttmálans. Í kjölfarið voru samþykkt lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála og lög um Barna- og fjölskyldustofu sem munu taka gildi 1. janúar nk. Gert er ráð fyrir að innleiðing breytinganna taki fimm ár, með endurmati að þremur árum liðnum. Barnaverndarkerfinu verður einnig breytt verulega en þann 28. maí 2022 verða pólitískar barnaverndarnefndir lagðar niður og umdæmisráð barnaverndar taka við verkefnum þeirra. Mikil samstaða hefur verið um breytingarnar sem eru svar við ákalli um aukna áherslu á snemmtækan stuðning við börn, afnám hindrana þegar kemur að aðgengi að þjónustu og mikilvægi samstarfs þvert á málaflokka. Öll þjónusta í þágu farsældar barna verður veitt á þremur þjónustustigum, frá almennri grunnþjónustu til einstaklingsbundinnar og sérhæfðrar þjónustu. Skylda er lögð á þjónustuveitendur „að stuðla markvisst að velferð og farsæld barns“ við framkvæmd allra verkefna sinna, eins og lögin kveða á um. Þjónusta sveitarfélaga fer aðallega fram á 1. þjónustustigi í formi almennrar grunnþjónustu sem er aðgengileg öllum börnum og foreldrum, t.a.m. leik- og grunnskólaþjónusta. Markvissari og einstaklingsbundnari þjónusta á 2. stigi getur verið á ábyrgð sveitarfélaga og ríkis. Þjónusta á 3. stigi er almennt á ábyrgð ríkisins, t.a.m. ýmis vistunarúrræði fyrir börn. Ljóst er að mikil vinna er fram undan hjá sveitarfélögunum sem sinna umfangsmikilli þjónustu við börn. Sú vinna mun snúa að nauðsynlegum breytingum á verklagi og stjórnskipulagi. Þá gæti þurft að endurskoða núverandi stjórnskipulag og aðgreiningu milli málasviða sveitarfélaga enda gera lögin kröfu um að þjónusta sé skilgreind út frá þjónustustigunum þremur í stað þess að skilgreina hana út frá hlutverkum starfsmanna eða málasviðum. Þær breytingar sem ráðast þarf í verða eflaust mismunandi milli sveitarfélaga en á næstu misserum þurfa sveitarfélög m.a. að: 1. Endurskoða stjórnskipulag og verklag með það fyrir augum að brjóta niður múra, t.a.m milli sviða sem fara með fræðslu- og félagsmál. 2. Meta þörf fyrir breytingar á verkefnum og erindisbréfum ráða og nefnda. 3. Þjálfa starfsfólk, sem fer með þjónustu við börn, um efni og markmið nýju laganna. 4. Undirbúa ráðningu og/eða þjálfun tengiliða og málstjóra. 5. Undirbúa umfangsmiklar breytingar á barnaverndarþjónustu sveitarfélagsins. 6. Undirbúa og styrkja innra eftirlit í samræmi við lög um Gæða- og Farsælar breytingar í þágu barna Freyja Sigurgeirsdóttir Lögfræðingur hjá RR ráðgjöf Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna, Félagsmálaráðuneytið.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.