Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 2021, Qupperneq 55

Sveitarstjórnarmál - 2021, Qupperneq 55
• Aðgerð A.4. sem miðar að því að þróa gagnvirkt netnámskeið með grunnfræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni fyrir fólk sem starfar með börnum og ungmennum. • Aðgerð A.5. sem snýr að aðgengi að náms- og fræðsluefni sem styður við forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni í leik- , grunn- og framhaldsskólum verði aðgengilegt á einum stað. Nú á fyrstu vikum forvarnafulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa þessar aðgerðir óneitanlega verið í forgangi, enda er mikilvægt að forvarnir séu samþættar kennslu og starfi á öllum skólastigum, innan frístundaheimila og félagsmiðstöðva, íþrótta- og æskulýðsstarfs sem og í öðru verkefnisins undir forystu Jafnréttisstofu fylgir áætluninni eftir með stuðningi forvarnafulltrúa Sambands íslenska sveitarfélaga, Menntamálastofnunar, Barnahúss, Embætti Landlæknis og forsætisráðuneytisins. Þingsályktunin felur í sér fyrstu heildstæðu stefnuna um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni á Íslandi og markar þannig mikil tímamót. Við hljótum að geta verið sammála um það að lykillinn að góðum árangri í forvarnarmálum er samvinna og samráð allra þeirra sem koma að málefnum barna með einhverjum hætti. Þannig er ljóst að til að ráða niðurlögum þessa samfélagsmeins sem kynferðislegt og kynbundið ofbeldi gegn börnum og ungmennum er þarf mikla og góða samvinnu og samráð úr öllum áttum. Við megum ekki gleyma því að að kynferðisofbeldi og áreitni varð ekki til úr lausu lofti heldur er þetta mein rótgróinn samfélagsvandi og því er nauðsynlegt að afmá þá þætti í umhverfinu sem leyfa slíku ofbeldi að viðgangast og jafnvel þrífast. Með markvissri forvarnaráætlun líkt og þeirri sem þingsályktunartillagan kynnir er leitast við fyrirbyggja kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni og ráðast þannig að rót vandans, en ekki einungis berjast við ljótar afleiðingarnar. Því má segja að aðgerðaráætlunin sem sett er fram sé algjör lykilþáttur í vegferð stjórnvalda að því að uppræta þennan vanda í íslensku samfélagi. Aðgerðirnar tuttugu og sex eru metnaðarfullar og eru allar með ábyrgðaraðila sem sér til þess að aðgerðunum sé komið til framkvæmda, og hver aðgerð er einnig sett í ákveðinn tímaramma, frá árinu 2021 - 2025. Þannig eru nokkrar aðgerðir sem unnið er að því að klára nú á þessu ári og þar má helst nefna: • Aðgerð C.1. sem snýr að því að koma forvarnarteymum til framkvæmda innan allra grunnskóla Íslands með það að markmiði að í hverjum grunnskóla starfi teymi sem hafi það hlutverk að tryggja kennslu í öllum árgöngum um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni sem hæfir aldri og þroska nemenda. FORVARNARMÁL 55 Við hljótum að geta verið sammála um það að lykillinn að góðum árangri í forvarnamálum er samvinna og samráð allra þeirra sem koma að málefnum barna með einhverjum hætti. tómstundastarfi. Til að svo megi verða er mikilvægt að gott efni til fræðslu sé fyrir hendi, og hefur það verið á ábyrgð Menntamálastofnunar að safna saman því efni sem til er í málaflokknum. Fljótlega verður það efni gert aðgengilegt á vefgátt og berum við vonir til að það efni muni nýtast starfsfólki vel við fræðslu, bæði fyrir sig og fyrir nemendur. Næstu skref verkefnisins snúa að því að koma forvarnarteymum grunnskólanna til framkvæmda, en sú aðgerð er afar veigamikil og algjört lykilatriði í að sá þáttur verkefnisins sem snýr að fræðslu fyrir börn og ungmenni beri árangur. Mikilvægi þess að fræða börn og ungmenni um heilbrigð samskipti, kynhegðun, mörk, samþykki og fleira sem snýr að forvörnum gegn kynferðisofbeldi og áreitni, er ótvírætt. Við megum ekki gleyma því að gerendur sem beita kynferðisofbeldi eru í einhverjum tilfellum einnig börn og með það í huga er skýrt að forvarnir þurfa að vera markvissar innan skólanna. Aðgerðir ályktunarinnar ná til allra barna og ungmenna í landinu og taka mið af ólíkum þörfum og aðstæðum kynjanna og mismunandi einstaklinga og hópa, svo sem fatlaðra barna og ungmenna, hinsegin barna og ungmenna sem og barna og ungmenna sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Það er mikilvægt að taka mið af þörfum barna sem tilheyra jaðarsettum hópum og eru því stöðu sinnar vegna útsettari en önnur börn fyrir brotum af þessu tagi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.