Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 2021, Qupperneq 60

Sveitarstjórnarmál - 2021, Qupperneq 60
SVEITARSTJÓRNARMÁL 60 Á síðasta ári sendi ég í samvinnu við Félagsvísindastofnun út könnun til allra aðalfulltrúa í bæjar-eða sveitarstjórnum árið 2021. Af 466 fulltrúum tóku 236 þátt og var svarhlutfall 51%)1. Nú þegar hefur birst stutt skýrsla um upplifun kjörinna fulltrúa á neikvæðu umtali og áreit en stefnt er að því að birta heildstæða skýrslu um helstu niðurstöður 1 Fulltrúar í sveitarstjórn Múlaþings voru undanskildir vegna þess hversu stutt var síðan kosningar höfðu farið fram. könnunarinnar í kringum næstu áramót. Í þessu greinarkorni er ætlunin að kynna gróflega niðurstöður á viðhorfum kjörinna fulltrúa til þátttökulýðræðis og íbúasamráðs. Það vakti nokkra athygli í kringum síðustu sveitarstjórnarkosningar árið 2018 hversu mikil áhersla var lögð á íbúalýðræði og samráð við íbúa í stefnuskrám margra framboðslista, án þess þó að settar væru alltaf fram ítarlegri skilgreiningar á hvað fælist í slíku samráði. Leiðir til íbúaþátttöku eru fjölmargar og þær er hægt að skilgreina á ýmsa vegu. Algengt er að líta svo á að samráð byrji á tiltölulega óvirkri nálgun þar sem sveitarstjórn kynnir fyrir íbúum ákvarðanir sem jafnvel er búið að taka. Næst eru síðan mismunandi stig þátttöku þar sem haft er virkt samráð við íbúa. Í flestum tilfellum felst í slíku samráði að íbúar hafa tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri beint við kjörna fulltrúa eða stjórnsýslu sveitarfélags. Efsta stigið er síðan þátttaka þar sem íbúar geta haft bein áhrif á ákvörðun sveitarstjórnar um afmörkuð málefni. Dæmi um slíkt eru til að mynda verkefni eins og Okkar Kópavogur. Önnur leið til að flokka þátttöku er síðan að skoða hver á frumkvæði að þátttökunni, þ.e. er það sveitarstjórn sem býr til þátttökumöguleikana fyrir íbúana eða geta íbúar krafið sveitarstjórn um viðbrögð t.d. með því að geta krafist íbúakosningar um ákveðið málefni. Í könnuninni voru settar fram 3 spurningar varðandi viðhorf kjörinna fulltrúa til staðbundins lýðræðis, viðhorf til þess hvaða þátttökuleiðir væru áhrifamestar og hvaða umbætur kjörnir fulltrúar teldu æskilegar. Almennt benda niðurstöður til þess að kjörnir fulltrúar hafi mjög jákvætt viðhorf til íbúaþátttöku. Þannig voru 78% aðspurðra mjög eða frekar sammála því að íbúar ættu að hafa kost á að koma skoðunum sínum á framfæri áður en veigamiklar ákvarðanir væru teknar og 66% töldu að íbúar ættu að taka virkan þátt í mikilvægum ákvörðunum. Það er þess vegna áhugavert að skoða hvaða þátttökuleiðir kjörnir fulltrúar telja vera mjög eða frekar áhrifamiklar en þar trónir efst með 71% þátttaka í sveitarstjórnarkosningum og fast á eftir koma íbúakosningar (69,5%). Opnir samráðsfundir koma næst (59%) og beint samráð við hagsmunahópa eða stofnanir þar fast á eftir (58,5%). Aðrar leiðir eins og skoðanakannanir (45%), undirskriftalistar (40%), uppsetning ábendingakerfa( 46%) og notendaráð (35) skora mun lægra. Hins vegar þegar litið er til þess hvaða umbætur kjörnir fulltrúar telja mjög eða frekar æskilegar þá kemur í ljós að þrátt fyrir að íbúakosningar séu taldar áhrifamikil leið þá telja 45% aðspurðra ráðgefandi atkvæðagreiðslu mjög eða frekar æskilega en einungis 24,5% eru hlynntir bindandi atkvæðagreiðslu. Aftur á móti nýtur ýmiskonar samráð meiri hylli en 66% telja samráðsferli þar sem íbúar Eva Marín Hlynsdóttir Prófessor í opinberri stjórnsýslu við stjórnmálafræðideild HÍ Viðhorf kjörinna fulltrúa til íbúasamráðs Frá íbúafundi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.