Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 2021, Qupperneq 63

Sveitarstjórnarmál - 2021, Qupperneq 63
vegstúfur sem fær bundið slitlag og upplyftingu verulegu máli. Ég gladdist til að mynda í mínu hjarta þegar ég keyrði Drottingarbrautina í Gufudalnum nú í haust, jafnvel þó kílómetrarnir væru ekki margir, það er bara svo gott að finna framþróun og að hlutir séu að þokast í rétta átt. Næsta mál þegar vegir eru komnir í betra horf, eru raforkumál okkar Vestfirðinga. Það er að mínu mati mál sem við þurfum að setja á oddinn, ekki fljótlega heldur strax. Við sem höfum séð í návígi og tekið jafnvel þátt í þeim umbrotatímum sem eru yfirstandandi á Vestfjörðum nú með tilkomu gríðarmikillar aukningar í atvinnulífinu með tilheyrandi verðmætasköpun, höfum séð að það þarf snör handtök svo ekki stefni í óefni. Í raforkumálum er rætt um tvöföldun línu inn á svæðið og/eða virkjanir innan svæðis, við viljum jú helst vera sjálfbærir Vestfirðir. En staðreyndin er sú að við megum engan tíma missa og þurfum að hefjast handa við að bæta afhendingaröryggið. Uppbyggingin í atvinnulífinu og aukinn umferðarþungi lætur ekki bíða eftir sér og við hér fyrir vestan erum jú íbúar þessa lands og ættum við því ekki, jafnvel bara þess vegna, að hafa sama aðgengi að þeirri raforku sem nú þegar er framleidd? Við þurfum að huga að orkuskiptum líkt og aðrir landshlutar svo það verður ekki við neitt dvalið í þessum málum. Áframhaldandi uppbygging innviða á landsbyggðinni er mikilvægt verkefni sem er brýnt að halda áfram að vinna að af krafti. Það á sama við um vegasamgöngur og raforkuna, við eigum að standa jafnfætis öðrum er kemur að þessum málum. SVEITARSTJÓRNARMÁL 63 Innviðir eru grunnstoð samfélagsins Í starfi mínu í bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur mér verið tíðrætt um innviði og uppbyggingu þeirra. Hvers vegna? Segja má að umræða um mál tengd innviðum sé algeng í mínu nærumhverfi þar sem hnignun hafði verið viðvarandi um nokkurt skeið í sveitarfélaginu. Það sem gerist við slíkar aðstæður er að innviðir fúna. Þegar hægðist á fyrrnefndri hnignun og hjólin fóru að snúast í rétta átt – var mikið verk fyrir höndum. Sveitarfélagið réðist í vinnu við að útbúa innviðagreiningu en það þótti nauðsynlegt til þess að átta sig bæði á stöðu innviða sveitarfélagsins og framtíðar þörfum. Brýnt var á þessu stigi að forgangsraða rétt í þeirri uppbyggingu sem fram undan var. Íslensk hagfræðileg skilgreining orðsins innviðir er eftirfarandi; „Atvinnu- og þjónustumannvirki sem mynda undirstöðu efnahagslífs í hverju landi, s.s. orkuveitur, fjarskipta- og samgöngumannvirki, skólar, sjúkrahús o.þ.h.“ Innviðir er nokkuð víðfemt orð og hefur sama gildi í hvaða samfélagi sem er, nauðsyn þess að hafa innviði samfélags í lagi er óumdeild og á alls staðar við. Innviðir eru grunnstoð þess að hægt sé að stuðla að jafnrétti til búsetu, þeir stuðla að samkeppnishæfni samfélaga, en í þeim efnum er meðal annars brýnt að samgöngumannvirki séu í lagi og að fjarskiptasamband og afhendingaröryggi raforku sé tryggt. Samkeppnishæfni samfélaga á landsbyggðinni er viðkvæm og þarf að standa um hana vörð og tryggja að hún sé bætt á þeim svæðum sem hún er ekki til staðar eða af skornum skammti. Ef innviðir eru sveltir verður uppbyggingin gríðarlega erfið og þung þegar hjólin fara að snúast að nýju og úr geta orðið miklir vaxtarverkir sem erfitt getur verið að takast á við. Við Vestfirðingar höfum háð áratuga langa baráttu fyrir bættum vegasamgöngum, ekki verður farið mörgum orðum um hana hér, enda vel þekkt baráttan um Teigskóg og fleira. Við þykjumst og vonumst til þess að við séum farin að sjá til lands í vegamálum, en þó vantar enn aðeins upp á. En við treystum því að þau verkefni sem hafa ratað inn á samgönguáætlun haldi og klárist á tíma. Þá loksins munum við standa jafnfætis öðrum landshlutum, með mannsæmandi vegi á og af svæðinu. Það skal viðurkennt að það gengur stundum nærri réttlætiskennd minni að við höfum í gegnum tíðina hér í Vesturbyggð ekki getað keyrt greiðfæra vegi úr sveitarfélaginu, hvorki til norðurs né suðurs. Því skiptir hver Iða Marsibil Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.