Mímir - 01.06.1981, Qupperneq 4
FRÁ RITMEFND
Pá er 29. tölublað Mímis komið út. Enn sem
fyrr er hann að mestu vettvangur fyrir prófrit-
gerðir íslenskunema. Pó er töluvert af efninu sér-
staklega samið fyrir Mími — meira en oft áður.
Einnig er að finna í blaðinu viðtal við Snorra
Hjartarson. Kunnum við honum þakkir fyrir
spjallið. Um leið notum við tækifærið til að óska
honum til hamingju með bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs.
í blaðinu eru nú birtar tvær B.A. ritgerðir, ein
í heild sinni og útdráttur úr annarri. í Kennslu-
skrá Háskóla íslands er meginverkefni Rann-
sóknastofnunar í bókmenntafræði sagt vera rann-
sókna- og útgáfustarfsemi. Meðal ritraða sem
henni er ætlað að gefa út eru vönduðustu B.A.
ritgerðir stúdenta, 3—4 árlega. Pótt við birtum
hér áðurnefndar ritgerðir lítum við ekki svo á að
við séum að þröngva okkur inn á verksvið Rann-
sóknastofnunarinnar, því þessu verkefni sínu hef-
ur hún ekki sinnt sem skyldi. Raunar rekur okk-
ur nauðsyn til að því er varðar ritgerð Sigurðar
Svavarssonar því til hennar er þegar vísað í
kennslu við Háskólann. — Pað er því ljóst að
hagsmunir stúdenta krefjast þess að Stofnunin
ræki hlutverk sitt betur.
Eflaust sakna lesendur Mímis greinar þeirrar,
sem boðuð var í síðasta tölublaði, um störf bók-
menntafræðikennara í íslenskudeildinni. Ein-
hverjir brugðust ókvæða við þessu loforði, töldu
nauðsyn að hefja fyrirbvggjandi aðgerðir og klög-
uðu Mími fyrir deildarráði heimspekideildar.
Má'ið var tekið fyrir 27. júní 1980. Par sam-
þykkti meirihluti deildarráðs þau tilmæli til stúd-
enta að kennarar væru ekki gagnrýndir á prenti.
Vegna þessa treystu stúdentar sér ekki til að op-
inbera álit sitt og liggja störf kennaranna því hér
í þagnargildi.
Petta tölublað Mímis er töluvert meira að
vöxtum en tíðkast hefur undanfarin ár. Pað er
ánægjulegt að framboð á efni skuli hafa verið
iafn mikið og raun varð á. Pað er von okkar að
það sama verði upp á teningnum í framtíðinni.
Við útgáfu Mímis leggja margir hönd á plóg-
inn. Hér sendum við þeim bestu þakkir fyrir
þeirra framlag. Starfsmönnum Prenthússins þökk-
um við lipurð og þolinmæði.
Hvaða skáld voru í mestum metum þegar
þú varst að vaxa úr grasi i Borgarfirði?
Af þálifandi skáldum voru það náttúrulega
þjóðskáldin, Matthías, Steingrímur og Þor-
steinn. Einar Benediktsson var ekki búinn að
gefa út nema tvær bækur þá, en dugði samt.
Jónas Hallgrímsson var mönnum mjög hjart-
fólginn. Bókmenntir voru mjög í hávegum
hafðar á mínu heimili. Pabbi átti gott bóka-
safn, óvenjulega gott held ég. Eg óð í bókum
allt frá því ég lærði að lesa, las Islendinga-
sögurnar, þjóðkvæði og allt mögulegt. Eg
heyrði oft talað um skáldskap utan míns heim-
ilis. Meira en núna. Jón Trausti og Einar
Kvaran voru mikið lesnir. Afþreying? Ja,
2