Mímir - 01.06.1981, Page 5
í LJÖÐLIST SKIPTA EINLÆGNI OG HEIÐARLEIKI ÖLLU MÁLI
Viðtal við Snorra Hjartarson
ferskeytlan var kannski afþreying, fremur en
alvarlegri kveðskapur.
Byrjaðirðu ungur að yrkja?
Hvað skal segja — sex, mesta lagi sjö ára.
Eg byrjaði að bulla alveg stanslaust einn vet-
ur. Það er sem betur fer allt gleymt. Síðan
bar ég þetta ekki við fyrr en fimmtán, sextán
ára eða upp úr því ég fór suður til náms.
Varstu hvattur til að yrkja?
Nei, ekki nokkur maður vissi um þetta.
Pú ferð utan til myndlistarnáms?
Já, ég fékk mjög snemma áhuga á mynd-
list. Ég var heilsulaus á tímabili, dvaldist þá
nokkra mánuði á heilsuhæli á Sjálandi. Ég
kom út í byrjun maí. Beykiskógurinn var
nýsprunginn út. Það var dásamlegt — ljós-
grænn laufhiminn yfir og jörðina prýddu
hvítar og fjólubláar animónur. Það var ævin-
týri líkast fyrir mig, kominn úr skóglausu
landi. Seinna kynntist ég skógunum í Noregi
en ástina á trjám hef ég upphaflega frá Sjá-
landi.
I Höfn sá ég minningarsýningu um Elarald
Giersing, einn af mestu málurum Dana.
Kennari minn í Kaupmannahöfn Karl Larsen
var á svipaðri línu og hann. Síðar kynntist ég
Jóni Stefánssyni. Hann sendi mig til Noregs
til náms hjá vini sínum og skólabróður í
Matisse-skólanum, Axel Revold prófessor. Ég
var einn vetur á listaháskólanum í Osló. En
ég hætti fljótlega að mála og hef ekkert mál-
að síðan. Ég gegndi borgaralegu starfi um
langan tíma og varð að helga mig ljóðlistinni
óskiptur þann tíma sem ég hafði aflögu. Ljóð-
listin átti dýpri rætur í mér. Málaralistin gaf
mér ekki þá fullnægju sem ljóðið veitti mér.
Menningarlífið var fjörugt í Noregi á þess-
um árum. Hamsun var þá ekki hættur að
skrifa. Svo voru það Sigrid Undset, Olav
Duun, Sigurd Hoel og fleiri. Það var mikið
debat milli hægri og vinstri. Freudisminn óð
líka uppi.
Pú skrifaðir skáldsögu á norsku. Ætlað-
irðu að hasla þér völl sem skáld í Noregi?
Ef til vill, en landið og tungan kölluðu á
mig. Ég var á íslandi einn vetur eftir þetta
með aðra skáldsögu í smíðum, á norsku. En
ég sá hversu fáránlegt þetta var, að skrifa á
norsku á íslandi. Ég snéri mér að ljóðlistinni
þegar ég kom alkominn heim. Fyrsta bókin
einkennist einmitt af fögnuði yfir að vera
kominn heim til lands míns og tungu. Þar
ber einnig mikið á málaranum. Ég hugsaði
ekki mikið um hvort ég hefði eitthvað nýtt
fram að færa á þessum tíma, þörfin að tjá
mig knúði mig áfram.
Já, ég las mikið. Enskar bókmenntir voru
mér hugleiknar. Ég fylgdist vel með jafn-
öldrum mínum þar, til dæmis Oxford-grúpp-
unni. I henni var Auden. Hann kom hingað
til Islands með öðru skáldi, Luis MacNeice.
Þeir skrifuðu um þessa ferð stórskemmtilega
bók, „Letters from Iceland“. MacNeice átti
ljóð í bókinni en Auden þó bróðurpartinn.
3