Mímir - 01.06.1981, Síða 5

Mímir - 01.06.1981, Síða 5
í LJÖÐLIST SKIPTA EINLÆGNI OG HEIÐARLEIKI ÖLLU MÁLI Viðtal við Snorra Hjartarson ferskeytlan var kannski afþreying, fremur en alvarlegri kveðskapur. Byrjaðirðu ungur að yrkja? Hvað skal segja — sex, mesta lagi sjö ára. Eg byrjaði að bulla alveg stanslaust einn vet- ur. Það er sem betur fer allt gleymt. Síðan bar ég þetta ekki við fyrr en fimmtán, sextán ára eða upp úr því ég fór suður til náms. Varstu hvattur til að yrkja? Nei, ekki nokkur maður vissi um þetta. Pú ferð utan til myndlistarnáms? Já, ég fékk mjög snemma áhuga á mynd- list. Ég var heilsulaus á tímabili, dvaldist þá nokkra mánuði á heilsuhæli á Sjálandi. Ég kom út í byrjun maí. Beykiskógurinn var nýsprunginn út. Það var dásamlegt — ljós- grænn laufhiminn yfir og jörðina prýddu hvítar og fjólubláar animónur. Það var ævin- týri líkast fyrir mig, kominn úr skóglausu landi. Seinna kynntist ég skógunum í Noregi en ástina á trjám hef ég upphaflega frá Sjá- landi. I Höfn sá ég minningarsýningu um Elarald Giersing, einn af mestu málurum Dana. Kennari minn í Kaupmannahöfn Karl Larsen var á svipaðri línu og hann. Síðar kynntist ég Jóni Stefánssyni. Hann sendi mig til Noregs til náms hjá vini sínum og skólabróður í Matisse-skólanum, Axel Revold prófessor. Ég var einn vetur á listaháskólanum í Osló. En ég hætti fljótlega að mála og hef ekkert mál- að síðan. Ég gegndi borgaralegu starfi um langan tíma og varð að helga mig ljóðlistinni óskiptur þann tíma sem ég hafði aflögu. Ljóð- listin átti dýpri rætur í mér. Málaralistin gaf mér ekki þá fullnægju sem ljóðið veitti mér. Menningarlífið var fjörugt í Noregi á þess- um árum. Hamsun var þá ekki hættur að skrifa. Svo voru það Sigrid Undset, Olav Duun, Sigurd Hoel og fleiri. Það var mikið debat milli hægri og vinstri. Freudisminn óð líka uppi. Pú skrifaðir skáldsögu á norsku. Ætlað- irðu að hasla þér völl sem skáld í Noregi? Ef til vill, en landið og tungan kölluðu á mig. Ég var á íslandi einn vetur eftir þetta með aðra skáldsögu í smíðum, á norsku. En ég sá hversu fáránlegt þetta var, að skrifa á norsku á íslandi. Ég snéri mér að ljóðlistinni þegar ég kom alkominn heim. Fyrsta bókin einkennist einmitt af fögnuði yfir að vera kominn heim til lands míns og tungu. Þar ber einnig mikið á málaranum. Ég hugsaði ekki mikið um hvort ég hefði eitthvað nýtt fram að færa á þessum tíma, þörfin að tjá mig knúði mig áfram. Já, ég las mikið. Enskar bókmenntir voru mér hugleiknar. Ég fylgdist vel með jafn- öldrum mínum þar, til dæmis Oxford-grúpp- unni. I henni var Auden. Hann kom hingað til Islands með öðru skáldi, Luis MacNeice. Þeir skrifuðu um þessa ferð stórskemmtilega bók, „Letters from Iceland“. MacNeice átti ljóð í bókinni en Auden þó bróðurpartinn. 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.