Mímir - 01.06.1981, Side 7

Mímir - 01.06.1981, Side 7
verjaland og Tékkóslóvakía urðu mér gífur- legt áfall. Stefnan beið skipbrot, margir urðu fyrir vonbrigðum. Þetta sýnir sig vel í Laufi og stjörnum. Bjartsýnin sem ríkir í A Gnita- heiði er horfin. „Ég heyrði þau nálgast“ er sprottið upp úr innrásinni í Ungverjaland — við erum öll á flótta með von okkar líkt og Jósef og María með barnið. Nú er uppi í síðustu bók þinni vangaveltur um trú- og eilífðarmál. Ekki trúmál — að vísu er religiös tónn í sumum kvæðunum. Ég hugsa mikið um þessi mál. Ég er efahyggjumaður, fortek ekki líf eftir dauðann en trúi ekki á það. Skilningar- vitin ná ekki yfir nema svo lítið svið, það get- ur verið fullt af einhverju í umhverfinu sem við skynjum ekki. Tími og eilífð eru hugtök sem mannshugurinn nær ekki yfir. Hvað er eilífð? Tíminn er líka ákaflega afstætt hugtak og hefur verið mér hugleikinn. Það sem einu sinni var, er. Það má kannski segja að ég sé forlagatrúar. „Líf manns streymir fram, tím- inn er kyrr“. Lífið streymir fram í gegnum tímann. Manni verður oftar hugsað til eilífðar- mála með aldrinum. Nafn þessarar bókar er tvírætt. Ég er orðinn gamall maður og haust- rökkrið yfir mér eins og öllu mannkyni, í öðrum skilningi. Hvernig er vinnubrögðum þínum háttað? Hvernig verða Ijóð þín til? Það er ákaflega misjafnt. Stundum er ég fljótur, stundum mánuðum saman. Ég vil gjarnan salta kvæði, leggja þau til hliðar og gleyma þeim helst, taka þau síðan fram aftur. Þá sé ég þau oft í nýju ljósi. Sum spretta fram svo til fullbúin og ég finn fljótt hvort þau eiga nógu djúpar rætur í mér. Stundum dettur mér eitthvað í hug sem ég held að sé gott en sé síðar að getur ekki orðið að ljóði. Einlægni og heiðarleiki skipta öllu máli. Ég vona að það sjáist á kvæðum mínum. Onnur ljóð krefjast gífurlegrar vinnu. Ég var til dæmis mjög lengi með „í Eyvindarkofaveri“ og „Það kallar þrá“. Ég skipti kvæðum mínum gjarnan í þrjá flokka, kvæði sem ég er fullkomlega ánægður með, önnur sem ég er sæmilega ánægður með og loks þau sem mér þykja ekki nógu góð. Á málarinn í þér stóran þátt í Ijóðum þín- um, myndvísi þeirra og sérkennilegri litanotk- un? Já, sérstaklega í fyrstu bókinni. Ég kann betur að raða saman litum en þeir sem aldrei hafa komið nálægt þeim. Myndlistin hefur kennt mér að tjá mig með blæbrigðum litanna, ég nota ekki bara gult, grænt, blátt og svo framvegis í einni dembu. Ég hef til dæmis haft gaman af að blanda saman rauðu og grænu, líka rauðu og gráu. Ég hef aldrei séð eftir þeim tíma sem ég eyddi í myndlistina. Hann var bæði ákaflega lærdómsríkur og skemmtilegur. Ég hef alltaf haft það í huga sem Jón Stefánsson sagði við mig fyrir löngu: Maður má aldrei skilja við málverk fyrr en maður hefur gert allt sem hægt er fyrir það. Hvað finnst þér um bókmenntarannsókn- ir? Það fer eftir því hvernig maður rannsakar. Margt er ekki ýkja merkilegt. Ég er ekki trú- aður á að ákveðnar aðferðir einar saman dugi til að greina ljóð þótt þær geti komið að haldi. Of smásmuguleg greining getur jafnvel eyðilagt fyrir einstökum lesanda en ljóðið sjálft er náttúrulega ekki hægt að eyðileggja. Hvað um hugtakið kvennabókmenntir í þessu sambandi? Það er fáránlegt. Ég get ekki séð að kvenna- bókmenntir séu neitt sér á báti. Mér leiðist svona sundurgreining. Verk á að meta eftir því hvort það er gott eða ekki gott. Ekki eft- ir því hvort það er karl eða kona sem skrifar. Og ertu enn að yrkja? Það er nú lítið. Það hefur gengið mikið á hjá mér undanfarið. Og gaman væri að nota verðlaunapeningana til að ferðast. H. G. - Þ. F. 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.