Mímir - 01.06.1981, Qupperneq 9

Mímir - 01.06.1981, Qupperneq 9
Stefán Einarsson 1949:175, Halldór Hall- dórsson 1955:56, Jón Friðjónsson 1978: 215), eða nefna þær hreint ekki (Valtýr Guð- mundsson 1922, Jakob Jóh. Smári 1932). Eina eldri málfræðibókin þar sem reynt er að gefa reglur um notkun aðaltenginganna er Ágrip af íslenskri málfræði Halldórs Briem (1918:73—4). Þar segir m. a.: „Samhliðandi (kóordínerandi) samteng- ingar kallast þær, sem tengja saman orð ein, eða þá setningar, er standa samsíða eða ó- háðar hvor annari [. . . ]. Samhliðandi samtengingar skiftast í þrjá flokka: 1. Sambandstengingar (conjunctiones copulativæ); þær tengja saman orð eða sam- síða setningar, s. s. og, bæði — og, hvorki — nje, ekki einungis — heldur einnig, enda [. . •]. 2. Greinitengingar (sundurgreinandi sam- tengingar, c. disjunctivæ); þær tákna, að ólíkt stendur á með eitthvað tvent, eða að einu er öðruvísi varið en öðru, s. s. eða (eður), ellegar, annaðhvort — eða, ýmist — eða, hvort heldur — eða, sumpart — sumpart [. • •]. 3. Gagnstæðistengingar (c. adversativæ), en, heldur; þær tákna, að eitthvað er gagn- stætt einhverju öðru [. . .]“. Þessum skilgreiningum fylgja svo nokkur dæmi úr hverjum flokki. Sigfús Blöndal (1920—4) hefur einnig nokkur dæmi um notkun aðaltenginganna; en af þeim er lítið hægt að ráða um hvenær hvaða tenging á við. I nýjustu íslenskum kennslubókum í setn- ingafræði, Málmyndunarfræði Jóns Gunnars- sonar (1973) og Islenskri málfræði Kristjáns Árnasonar (1980) er lítillega fjallað um teng- ingu aðalsetninga, einkum frá setningafræði- legu sjónarmiði. Skilyrði Jóns fyrir því að tengja megi með og eru þau, að um sé að ræða „setningar af sömu tegund, og ósam- ræmi er ekki milli“ þeirra (Jón Gunnarsson 1973:73; sbr. Chomsky 1957:36). Til að réttlæta tengingu með en þarf að vera um að ræða „setningar af sömu gerð, og milli þeirra er ekki fullt samræmi“ (Jón Gunnarsson 1973:74). „Þriðja aðaltengingin er eða: Hún merkir ævinlega að val sé mögulegt“ (Jón Gunnarsson 1973:77). Þessar skilgreiningar þeirra Halldórs og Jóns eru auðvitað réttar svo langt sem þær ná. En þær eru ónákvæmar og ófullnægjandi, Hvað er t. d. „setningar af sömu tegund“? Hvað er „ekki fullt samræmi“ eða „eitthvað er gagnstætt einhverju öðru“? Hvað merkir „að ólíkt stendur á með eitthvað tvent“? Og svo mætti lengi spyrja. Hér má þó ekki búast við skýrum svörum; það sem hér fer á eftir eru aðeins nokkrar laustengdar vanga- veltur. 1.2 Nokkur pragmatísk hugtök. Hér á eftir verður stundum vísað til prag- matískra atriða. E. t. v. verða þau einkum notuð sem varaskeifa þegar annað bregst, en þó mun nú vera almenn skoðun fræðimanna að fullkomin merkingarlýsing tungumála verði ekki gerð nema taka pragmatísk atriði með í reikning (sjá Lyons 1977:117). Það er að vísu misjafnt að hvaða marki menn telja æskilegt eða mögulegt að draga skil milli merkingarfræði og pragmatíkur. En hvað sem því líður er nauðsynlegt að geta hér nokk- urra hugtaka sem vísað verður til síðar. Þrískiptingin í setningafræði (syntax), merkingarfræði (semantics) og pragmatík (pragmatics) kemur frá heimspekingum, og hefur verið skýrð á ýmsan hátt (sjá Lyons 1977:115). Ein skilgreining pragmatíkur er, að hún sé „that portion of semiotic which deals with the origin, uses , and effects of signs within the behavior in which they oc- cur“ (Morris; tilv. e. Lyons 1977:115). Kempson (1977:68) segir að markmið prag- matískrar heildarkenningar sé „expected to be the explanation of how it is that speakers of any language can use the sentences of that language to convey messages which do not 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.