Mímir - 01.06.1981, Síða 12

Mímir - 01.06.1981, Síða 12
með því að leggja áherslu á sínum í síðari setningunni a. m. k.; setja það í brennidepil („focus“, sjá Lyons 1977:500—11, 598). Athyglisvert er að þarna kemur sameiginlegt orð í brennidepil. Hins vegar dugar elcki að leggja áherslu á heim eða pabba, enda þótt nokkuð augljóst sé að um er að ræða tvö heimili og tvo feður. Til að bjarga megi setn- ingum með því að setja sameiginleg orð í brennidepil verða þau að hafa mismunandi tilvísun innan setningarinnar; ekki nægir að þau vísi til ólíkra hluta í raunbeiminum. Tenging er líka óeðlileg í setningum eins og (12): (12) PJón er málfræðingur og hann er læs Hér er eitt boðorð Grice (1975:45) gróflega brotið: „Do not make your contribution more informative than is required“, Flestir hafa einhverjar væntingar um málfræðinga, t. d.: (13) a Málfræðingar þurfa að lesa heil ó- sköp (vænting) b Þess vegna þurfa þeir að vera læsir c Að vera læs = að vera læs (aðleiðsla) í seinni hlutanum koma því engar nýjar upp- lýsingar fram. Hitt er önnur saga, að (12) yrði viðurkennd sem fullkomlega eðlileg setning ef íslenskur bókmenntafræðingur segði hana (með undrunarhreimi); í samræmi við „Conversational Implicatures“ yrði hún skilin sem háð, sbr. orð Snorra forðum. Tenging má auðvitað ekki leiða til mót- sagnar. Þess vegna er t. d. óheimilt að tengja andstæða umsagnarliði, sem eiga við sama frumlag: (14) *Jón er gamall og ungur eins og Zwicky & Sadock (1975:26—9) benda á: (15) a Gunnar rétti fram sáttahönd b Geir rétti fram sáttahönd c Gunnar rétti fram sáttahönd, og það gerði Geir líka Sami Sjálfstæðismaðurinn gæti sagt bæði (15) a og b, og meint aðra bókstaflega, en hina sem háð (eftir því í hvorum arminum hann væri). Þegar búið er að tengja þær í (15) c, hljóta báðar að vera sagðar í háði eða báð- ar meintar bókstaflega (og hvort sem heldur er væntanlega sagðar af einhverjum hlutlaus- um í innanflokksátökum Sjálfstæðisflokks- ins). (15)c hefur sem sé aðeins tvær merk- ingar í stað fjögurra sem búast mætti við. Þetta virðist stafa af því, að einhvers konar „tregðulögmál“ gildi í sambandi við „The Cooperative Principle“; ef búið er að brjóta það, getur það ekki tekið gildi alveg strax aftur, a. m. k. ekki í mjög líkum setningum. 2.1.2 OG sem aukatenging? Hingað til hefur verið fjallað um og eins og það hefði enga merkingu í sjálfu sér, held- ur væri aðeins notað til að tengja saman setningar og sýndi þannig að milli setning- anna væri eitthvert samband; en gæfi hins vegar ekkert til kynna um hvers eðlis það væri. M. ö. o. hefur verið gert ráð fyrir að setja mætti jafnaðarmerki milli og og rök- tengingarinnar &. Ekki er þó víst að þetta sé algilt. „There are many other uses of and in everyday language. Often these should not be analysed as logical conjunctions“ (All- wood, Andersson & Dahl 1977:34). Undir þetta fellur það sem Lakoff (1971:126) kall- ar „asymmetric and“; þegar og virðist hafa e. k. tíðar- eða afleiðingarmerkingu: Stundum getur tenging skapað tvíræðni. (16) Jón datt af baki og handleggsbrotnaði En hitt er líka til, að tenging eyði tvíræðni, (17) Jón lagðist fyrir og dó 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.