Mímir - 01.06.1981, Qupperneq 12
með því að leggja áherslu á sínum í síðari
setningunni a. m. k.; setja það í brennidepil
(„focus“, sjá Lyons 1977:500—11, 598).
Athyglisvert er að þarna kemur sameiginlegt
orð í brennidepil. Hins vegar dugar elcki að
leggja áherslu á heim eða pabba, enda þótt
nokkuð augljóst sé að um er að ræða tvö
heimili og tvo feður. Til að bjarga megi setn-
ingum með því að setja sameiginleg orð í
brennidepil verða þau að hafa mismunandi
tilvísun innan setningarinnar; ekki nægir að
þau vísi til ólíkra hluta í raunbeiminum.
Tenging er líka óeðlileg í setningum eins
og (12):
(12) PJón er málfræðingur og hann er læs
Hér er eitt boðorð Grice (1975:45) gróflega
brotið: „Do not make your contribution more
informative than is required“, Flestir hafa
einhverjar væntingar um málfræðinga, t. d.:
(13) a Málfræðingar þurfa að lesa heil ó-
sköp (vænting)
b Þess vegna þurfa þeir
að vera læsir
c Að vera læs =
að vera læs
(aðleiðsla)
í seinni hlutanum koma því engar nýjar upp-
lýsingar fram. Hitt er önnur saga, að (12)
yrði viðurkennd sem fullkomlega eðlileg
setning ef íslenskur bókmenntafræðingur
segði hana (með undrunarhreimi); í samræmi
við „Conversational Implicatures“ yrði hún
skilin sem háð, sbr. orð Snorra forðum.
Tenging má auðvitað ekki leiða til mót-
sagnar. Þess vegna er t. d. óheimilt að tengja
andstæða umsagnarliði, sem eiga við sama
frumlag:
(14) *Jón er gamall og ungur
eins og Zwicky & Sadock (1975:26—9)
benda á:
(15) a Gunnar rétti fram sáttahönd
b Geir rétti fram sáttahönd
c Gunnar rétti fram sáttahönd, og
það gerði Geir líka
Sami Sjálfstæðismaðurinn gæti sagt bæði (15)
a og b, og meint aðra bókstaflega, en hina
sem háð (eftir því í hvorum arminum hann
væri). Þegar búið er að tengja þær í (15)
c, hljóta báðar að vera sagðar í háði eða báð-
ar meintar bókstaflega (og hvort sem heldur
er væntanlega sagðar af einhverjum hlutlaus-
um í innanflokksátökum Sjálfstæðisflokks-
ins). (15)c hefur sem sé aðeins tvær merk-
ingar í stað fjögurra sem búast mætti við.
Þetta virðist stafa af því, að einhvers konar
„tregðulögmál“ gildi í sambandi við „The
Cooperative Principle“; ef búið er að brjóta
það, getur það ekki tekið gildi alveg strax
aftur, a. m. k. ekki í mjög líkum setningum.
2.1.2 OG sem aukatenging?
Hingað til hefur verið fjallað um og eins
og það hefði enga merkingu í sjálfu sér, held-
ur væri aðeins notað til að tengja saman
setningar og sýndi þannig að milli setning-
anna væri eitthvert samband; en gæfi hins
vegar ekkert til kynna um hvers eðlis það
væri. M. ö. o. hefur verið gert ráð fyrir að
setja mætti jafnaðarmerki milli og og rök-
tengingarinnar &. Ekki er þó víst að þetta sé
algilt. „There are many other uses of and in
everyday language. Often these should not
be analysed as logical conjunctions“ (All-
wood, Andersson & Dahl 1977:34). Undir
þetta fellur það sem Lakoff (1971:126) kall-
ar „asymmetric and“; þegar og virðist hafa
e. k. tíðar- eða afleiðingarmerkingu:
Stundum getur tenging skapað tvíræðni. (16) Jón datt af baki og handleggsbrotnaði
En hitt er líka til, að tenging eyði tvíræðni, (17) Jón lagðist fyrir og dó
10