Mímir - 01.06.1981, Page 13

Mímir - 01.06.1981, Page 13
í (16) mætti setja svo að (hann) eða með þeim afleiðingum að (hann) í stað og, en í (17) má skjóta inn síðan á eftir og. Hér virð- ist hæpið að segja og — &. I rökfræðinni er p&q = q&p; en (18) virðist ekki merkja það sama og (16), og (19) ekki sama og (17), auk þess sem (19) er hæpin: (18) Jón handleggsbrotnaði og datt af baki (19) PJón dó og lagðist fyrir Grice (sbr. Fodor 1977:205) heldur því fram, að alltaf sé hægt að setja jafnaðarmerki milli og og &, og „the apparently richer mean- ings of the English words are due to con- versational implicatures“ (Fodor 1977:205). Sannleiksgildi (16) og (18), (17) og (19) er hið sama; og Grice telur ástæðuna fyrir því að (16) og (17) eru mun eðlilegri þá, að vanalega fylgjum við boðorðinu „Be ord- erly“; þ. e. við segjum frá atburðunum í sömu röð og þeir gerðust. Því sé engin þörf á að taka tíðar- eða afleiðingarmerkingu og með í orðabók, og „any other word with the same truth conditions as and would give rise to the same conversational implicatures“ (Fodor 1977:207). Það er líka hægt að eyða afleiðingarmerkingunni úr (16): (20) Jón er nú meiri brakfallabálkurinn: Hann datt af baki í gær og hand- leggsbrotnaði í fyrradag (Þótt handleggsbrotnir menn ættu auðvitað ekkert að vera að hætta sér á hestbak.) Sé notuð afleiðingartenging er þetta auðvitað ekki hægt: (21) *Jón datt af balci í gær svo að hann handleggsbrotnaði í fyrradag Eins er með (17); það er einfaldlega út í hött, þegar búið er að tilkynna dauða ein- hvers, að segja seinna í sömu setningu frá því sem hann aðhafðist áður. Sama er að segja um notkun og sem e. k. tilgangstengingar, sbr. (22): (22) Ég er að fara og hitta Svein Þarna sýnist mér líka um að ræða „Conversa- tional Implicatures“, t. d. boðorðið „Be re- levant“. Ég hef því tilhneigingu til að taka afstöðu með Grice; að og megi alltaf (eða því sem næst) tákna með &. 2.1.3 Ýmis önnur notkun OG. Ýmis notkun og hefur orðið útundan fram að þessu. Þar má t. d. nefna að og tengir alls ekki alltaf saman orð eða setningar; iðulega byrja setningar á því, t. d. í biblíumáli: (23) „Og í þeirri bygð voru fjárhirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarð- ar sinnar“ (Lúkas 2,8) Notkun þessa og er oft bundin undanfarandi samtali; virðist þjóna þeim tilgangi að gefa til kynna að það sem á eftir kemur sé í ein- hverjum tengslum við það sem áður hefur verið sagt. En einnig er og notað í upphafi samtals, einkum ef verið er að segja stórtíð- indi; það er eins og og mildi áhrifin eða búi menn undir: (24) Og þeir voru að fella gengið (sagt dapurlega, reiðilega, með undrunar- hreim o. s. frv.). Einnig er rétt að hafa hér með það hlut- verk tengdra liða að vera til áhersluauka; þ. e. þegar sömu liðir eru endurteknir: (25) Það rigndi og rigndi og rigndi Svona er hægt að endurtaka sömu sögnina margsinnis. I slíkum tilvikum má ekki sleppa tengingunni alls staðar nema á undan síðasta 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.