Mímir - 01.06.1981, Qupperneq 13
í (16) mætti setja svo að (hann) eða með
þeim afleiðingum að (hann) í stað og, en í
(17) má skjóta inn síðan á eftir og. Hér virð-
ist hæpið að segja og — &. I rökfræðinni
er p&q = q&p; en (18) virðist ekki merkja
það sama og (16), og (19) ekki sama og (17),
auk þess sem (19) er hæpin:
(18) Jón handleggsbrotnaði og datt af
baki
(19) PJón dó og lagðist fyrir
Grice (sbr. Fodor 1977:205) heldur því
fram, að alltaf sé hægt að setja jafnaðarmerki
milli og og &, og „the apparently richer mean-
ings of the English words are due to con-
versational implicatures“ (Fodor 1977:205).
Sannleiksgildi (16) og (18), (17) og (19) er
hið sama; og Grice telur ástæðuna fyrir því
að (16) og (17) eru mun eðlilegri þá, að
vanalega fylgjum við boðorðinu „Be ord-
erly“; þ. e. við segjum frá atburðunum í
sömu röð og þeir gerðust. Því sé engin þörf
á að taka tíðar- eða afleiðingarmerkingu og
með í orðabók, og „any other word with the
same truth conditions as and would give rise
to the same conversational implicatures“
(Fodor 1977:207). Það er líka hægt að eyða
afleiðingarmerkingunni úr (16):
(20) Jón er nú meiri brakfallabálkurinn:
Hann datt af baki í gær og hand-
leggsbrotnaði í fyrradag
(Þótt handleggsbrotnir menn ættu auðvitað
ekkert að vera að hætta sér á hestbak.) Sé
notuð afleiðingartenging er þetta auðvitað
ekki hægt:
(21) *Jón datt af balci í gær svo að hann
handleggsbrotnaði í fyrradag
Eins er með (17); það er einfaldlega út í
hött, þegar búið er að tilkynna dauða ein-
hvers, að segja seinna í sömu setningu frá
því sem hann aðhafðist áður.
Sama er að segja um notkun og sem e. k.
tilgangstengingar, sbr. (22):
(22) Ég er að fara og hitta Svein
Þarna sýnist mér líka um að ræða „Conversa-
tional Implicatures“, t. d. boðorðið „Be re-
levant“. Ég hef því tilhneigingu til að taka
afstöðu með Grice; að og megi alltaf (eða
því sem næst) tákna með &.
2.1.3 Ýmis önnur notkun OG.
Ýmis notkun og hefur orðið útundan fram
að þessu. Þar má t. d. nefna að og tengir alls
ekki alltaf saman orð eða setningar; iðulega
byrja setningar á því, t. d. í biblíumáli:
(23) „Og í þeirri bygð voru fjárhirðar
úti í haga og gættu um nóttina hjarð-
ar sinnar“ (Lúkas 2,8)
Notkun þessa og er oft bundin undanfarandi
samtali; virðist þjóna þeim tilgangi að gefa
til kynna að það sem á eftir kemur sé í ein-
hverjum tengslum við það sem áður hefur
verið sagt. En einnig er og notað í upphafi
samtals, einkum ef verið er að segja stórtíð-
indi; það er eins og og mildi áhrifin eða búi
menn undir:
(24) Og þeir voru að fella gengið
(sagt dapurlega, reiðilega, með undrunar-
hreim o. s. frv.).
Einnig er rétt að hafa hér með það hlut-
verk tengdra liða að vera til áhersluauka;
þ. e. þegar sömu liðir eru endurteknir:
(25) Það rigndi og rigndi og rigndi
Svona er hægt að endurtaka sömu sögnina
margsinnis. I slíkum tilvikum má ekki sleppa
tengingunni alls staðar nema á undan síðasta
11