Mímir - 01.06.1981, Side 19
annaðhvort við lestur heimilda minna eða
eigin vangaveltur og heilabrot. Ég tek þó
fram, að fyrir mörgum þessara atriða er mjög
ófullnægjandi rökstuðningur í greininni; en
það verður bara að hafa það.
(70) Til að hliðtengja megi setningar eða
liði, þarf að vera einhver skyldleiki á
milli. Sá skyldleiki getur verið af
ýmsum toga; merkingarlegur (þ. e.
sameiginlegir merkingarþættir) eða
bundinn væntingum manna, aðstæð-
um o. s. frv.
(71) og er algengasta og ,.hlutlausasta“
aðaltengingin. Hún hefur eiginlega
enga sjálfstæða merkingu, þjónar að-
eins þeim tilgangi að binda setningar
eða liði saman til að sýna að milli
þeirra sé einhver skyldleiki, en kveð-
ur ekkert á um hvers eðlis sá skyld-
leiki er. Þar sem o# virðist hafa af-
leiðingar-, tíðar-, tilgangs- eða tilvís-
unarmerkingu má skýra það með
..Conversational Implicatures“.
(72) I stað og má nota en þegar ákveðið
samband er milli setninganna sem
tengdar eru. Milli þeirra þarf að vera
ákveðin andstæða; a. m. k. einfaldur
munur í umsagnarliðnum, og vfirleitt
líka mismunandi frumlög. Ef frum-
lagið er hið sama, þarf oftast tvö-
faldan mun í umsagnarliðnum til að
tengia megi með en. Sé neitun í ann-
arri setningunni má alltaf tengja með
en (eða heldur), en aldrei, ef neitun
er í báðum.
(73) eða er notað ef um tvo möguleika er
að ræða. Ed«-setningar eru sennilega
oft meira styttar (þ. e. hafa í upp-
hafi haft fleiri sameiginlega liði) en
og- og <?«-setningar. Eða er einnig
notað (með a. m. k. í seinni setning-
unni) til að draga úr því sem búið
er að fullyrða. Þá er eða stundum
notað í e. k. hótunarsetningum.
Ég skal enda þetta á orðum Björns Guð-
finnssonar (1938:32): ,,Tengsl tveggja aðal-
setninga eru óbrotin og vandalítil. Er því
óþarft að ræða um þau hér.“
HEIMILDIR:
Alhvood, Jens, Lars-Gunnar Andersson & Östen
Dahl. 1977. Logic in Linguistics. Cambridge Uni-
versitv Press, Cambridge-
Baker, Carl Lee. 1978. Introduction to Generative-
Transformational Syntax. Prentice-Hall, Inc.,
F.nglewood Cliffs.
Baldur Jónsson. 1975. Tíðni orða í Hreiðrinu. Til-
raunaverkefni í máltölvun. III. Orð t röð eftir
lækkandi tíðni. Rannsóknastofnun í norrænum
málvísindum, Reykjavík.
Björn Guðfinnsson. 1938. tslenzk setningafræði
handa skólum og útvarpi. Ríkisútvarpið, Reykja-
vík.
Chomskv, Noam. 1957. Syntactic Structures. —
Mouton, The Hague.
Dik, Simon C. 1972. Coordination. Its Implications
for the Theory of General Linguistics. North-
Holland Publishing Co., Amsterdam.
Fodor, Janet Dean. 1977. Semantics: Theories of
Meaning in Generative Grammar. Thomas Y.
Crowell Co-, New York.
Grice, H. P. 1975. Logic and Conversation. í Peter
Cole & Jerry L. Morgan (ritstj.) Syntax and
Semantics, Vol. 3, Speech Acts, s. 41—58. Aca-
demic Press, New York.
Halldór Briem. 1918. Ágrip af islenskri málfræði.
3. útg. endurskoðuð. Bókaverslun Guðmundar
Gamalíelssonar, Reykjavík
Halldór Halldórsson. 1955. Kennslubók í setninga-
fræði og greinarmerkjasetningu handa framhalds-
skólum. Gefin út í samráði við fræðslumálastjóra.
BOB, Akureyri.
Hansen, Aage. 1967. Moderne Dansk. III. Sprog-
heskrivel.se. Grafisk Forlag, Kobenhavn.
Haraldur Matthíasson. 1959. Setningaform og stíll.
Menningarsjóður, Reykjavík.
Harris, Zellig S. 1965. Transformational Theory.
Language 41:363—401.
Höskuldur Práinsson. 1979. On Complementation
in Icelandic. Garland Publishing, Inc., New York.
Jakob Jóh. Smári. 1920. íslenzk setningafræði.
Bókaverzlun Ársæls Árnasonar, Reykjavík-
— 1932. tslenzk málfræði. 2. útg. Bókaverzlun Sig-
fúsar Eymundssonar, Reykjavík.
Jón Friðjónsson. 1978. A Course in Modern Ice-
landic. Texts. Vocahulary. Grammar. Exercises.
Translations. Tímaritið Skák, Reykjavík.
17