Mímir - 01.06.1981, Side 22

Mímir - 01.06.1981, Side 22
SIGURÐUR S. SVAVARSSON: ATHUGUN Á ÞÁTTUM SEM BÖKMENNTAGREIN MEÐ DÆMI AF AUÐUNAR ÞÆTTI VESTFIRSKA Grein sú sem hér birtist var lögð fram sem B.A.- ritgerð árið 1979. Vegna anna hefur höfundi ekki gefist tóm til að gera grein fyrir þáttarannsóknum sem kunna að hafa komið fram síðan. Ritgerðin er því prentuð hér óbreytt. I. HLUTI ATHUGUN Á ÞÁTTUM SEM BÓKMENNTAGREIN. Merkingarþróun orðsins þáttr. Orðið þáttr hefur með aðferðum orðsifja- fræðinnar verið rakið aftur til NV-þýsku ,vþáhtuR. Þar merkti orðið strengur (þáttur) í reipi. Sama merking hefur verið til í íslensku alla tíð og þekkist m.a. í mjög gömlum drótt- kvæðum textum (Lindow ’78:40). Algeng var myndin örlögþáttu, frægar hendingar úr Sonatorreki Egils eru einnig lýsandi: Sleit marr bQnd .... snaran þátt af sjálfum mér. Á 12. og 13. öld fer að bera á því að þáttr fær merkinguna hluti af e-u, þ.e.a.s. hluti af einhverri stærri heild. Þessi merk- ing er náskyld þeirri upprunalegu, sbr. þátt- ur sem hluti af reipi. Þáttr með þessari merk- ingu var tekið inn í lagamál, og bar þá sömu merkingu og bálkur. Ekki hefur þó verið sýnt fram á að orðið sé notað sem „terminus technicus“ í elstu lögbókum, t.d. Grágás (Lindow ’78:14). En þarna ei komin upp merkingin þáttr sem hluti af stærri texta, síðar var hún færð upp á þættina sem bók- menntagrein. Lars Lönnroth áþ'ktar m.a. út frá þessu: „redan hárav framgár, att en sQgu- þáttr ursprungligen inte ár en kortare, sjálv- stándig beráttelse utan del av en beráttelse“ (Lönnroth ’64:19). Lönnroth hefur vafalítið rétt fyrir sér í því að það hefur tekið langan tíma að þróa merkingu orðsins þáttr yfir í það að vera heiti á þeirri bókmenntagrein sem við í dag þekkjum undir því nafni. í handritum er orðið þáttr mikið notað í merkingunni kapituli og er Karlamagnússaga ágætt dæmi um það. Þegar orðið kemur fyr- ir í fyrirsögnum handrita táknar það yfirleitt kaflaskil, að frásögnin tekur nýja stefnu. Þannig kemur orðið um 60 sinnum fyrir í Flateyjarbók, en aldrei í þeirri merkingu sem það er notað í nú (Lindow ’78:36). Stuttar frásagnir sem standa sjálfstæðar í handritum eru enn á 14. öld kallaðar sögur, t.a.m. Ol- kofra saga en ekki Olkofra þáttur, eins og síðar varð (Lönnroth ’64:20). L. Lönnroth fullyrðir að elsta dæmi um notkun hugtaksins þáttur í nútímamerkingu sé frá því um 1400 (Sveinka þáttr, AM 557, 4°), en þó sé enn mun algengara að kalla stuttar frásagnir sögur. Ymsir fræði- menn hafa orðið til þess að bera brigður á þessar niðurstöður, en tilfinnanlegur skortur er á dæmum til sönnunar. Ýmsir þættir sem teknir höfðu verið inn í bæði lconungasögur og Islendingasögur voru mjög sjálfstæðir og engin tilraun var gerð til að fella þá alger- lega að öðru efni. Enn aðrir voru jafnvel teknir sjálfstætt upp í handrh. Snorri Sturlu- son gerði sér grein fyrir eðli þessara þátta, því hann sleppir þó nokkrum þáttum úr 20
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.