Mímir - 01.06.1981, Síða 30
mótaðir af ferðamynstrínu, t.d. Auðunar þátt-
ur vestfirska, Sneglu-Halla þáttur og Halldórs
þættir Snorrasonar.
Það efast fáir um hagnýtt gildi þess að
leita eftir lögmálum í frásögn og finna sam-
eiginleg byggingareinkenni fyrir fjölda sagna.
Slíkar rannsóknir færa okkur nær eðli hinnar
eiginlegu sagnaritunar. En á hvern hátt geta
slík vinnubrögð hjálpað okkur við að leysa
áðurnefndan vanda við flokkun í bókmennta-
greinar? Það er vitað að mynstur Andersons
má finna nuin víðar en í þeim 24 sögum sem
hann athugar. Hið sama hefur þegar verið
fullyrt um mynstur Harris. Það er að mínu
viti vita vonlaust að ætlast til þess að finna
formgerðareinkenni sem einvörðungu eiga við
eina ákveðna bókmenntagrein. Það verður
að hafa í huga að innan hinnar munnlegu
hefðar tíðkaðist engin skipting í bókmennta-
greinar, aðferðir sagnafólksins fóru ekki eftir
flokkun seinni tíma á sögunum. í fornurn
heimildum er ekki heldur að finna neina slíka
skiptingu og fátt bendir til þess að sagna-
ritarar hafi verið almennt meðvitaðir um eðli
sagnanna. Það má þó lesa ákveðna tilhneig-
ingu út úr því hvernig sögur voru valdar
saman í stóru safnhandritin. Lars Lönnroth
hefur athugað notkun nafngifta á sagnaflokk-
un í fornum handritum, er niðurstaða hans
mjög á þá leið að engrar reglu hafi gætt, m.a.
var ekki skilið á milli innlendra sagna og þýð-
inga (Lönnroth ’64:11). Eflaust yrði æði
erfitt að bylta svo hinni klassísku flokkun í
bókmenntagreinar að atburðamynstrin ein
yrðu látin ráða, þótt fátt undirstriki sam-
kenni verkanna betur. Joseph Harris hefur
skýrt frávik frá mynstrunum svo „. . . struc-
ture belongs to the genre, the handling of
structure, construction, to the individual
author“ (Harris ’72:9).
Onnur leið sem einnig er fær, er sú að
nýta sér aðferðir Propps, leita uppi helstu
frásagnarmynstur fornsagna og skrá þau og
flokka. Með því að athuga hina ýmsu frá-
sagnarliði og hvernig liðirnir mynda ákveðna
frásagnargerð á að vera hægt að nota form-
gerðirnar meira en tíðkast hefur til skilgrein-
ingar bókmenntagreina.
Hugsanleg skilgreining þátta gæti hljómað
á þessa leið: Þáttur er stutt frásögn sem yfir-
leitt er bundin við einn meginatburð. Þáttur
hefur flesta eðlisþætti smásögu. Þættir eiga
sér efnislega samsvörun í öðrum forníslensk-
um bókmenntagreinum. Þættir bera greinileg
merki munnlegrar frásagnarhefðar. Algeng-
ustu formgerðareinkennin eru ferðamynstrið,
í þeim þáttum sem gerast ekki á Islandi, og
deilumynstrið, sem myndar umgerð um flesta
þætti sem gerast hér heima.
II. HLUTI
UM AUÐUNAR ÞÁTT VESTFIRSKA.
Formgerð Auðunar þáttar.
I. Kynning: Auðunn er nefndur til sögu og
greint er frá högum hans hér á Islandi.
II. Utanför: Greint er frá ferðum Auðunar,
þar til hann kemur til Noregs á fund
Haralds, með björninn frá Grænlandi.
III. Óvissuástand: Auðunn ögrar Haraldi
og lendir í þrengingum með björninn á
leiðinni til Sveins, en allt fer á besta
veg. Hann ratar enn í raunir í suðuðrför,
en fær fullkomna lausn frá þeim. Auð-
unn heldur heimleiðis frá Danmörku
hlaðinn gjöfum.
IV. Sættir: Auðunn kemur á fund Haralds
og þeir gera sér endanlega ljósa mann-
kosti hvor annars. Þeir skilja fullkom-
lega sáttir.
V. Heimferð: Auðunn heldur út til Islands,
forframaður „ok þótti vera inn mesti
gæfumaðr“.
VI. Niðurlag: Reynt er að tengja Auðun við
höfðingja með því að nefna einn niðja
hans.
Á þessu yfirliti sést að þátturinn fylgir
nokkurn veginn útfærslu Joseph Harris á
28