Mímir - 01.06.1981, Page 36

Mímir - 01.06.1981, Page 36
hlutlægu fornritum er gjarnan vísaS til hugs- anlegra tíðindamanna, til að jrað hvarfli ekki að neinum að efnið sé gripið úr lausu lofti. í Auðunarþætti tíðkast þetta einnig: ,,Pess er við getit, . . .“ (361), ,,Þat er nú sagt . . (366). Þetta atriði er sömuleiðis formúla og orðasamböndin þekkt úr öðrum verkum. Formúlur eru einnig tíðar í sambandi við hluti og gripi, sem endurtekið koma fyrir í verkunum, t.d. gjafir. Konungar og aðrir höfðingjar í fornritunum sýndu giarnan höfðingsskap sinn í verki með því að gefa ýmist hver öðrum eða undirsátum sínum stórar gjafir. Þessar gjafir voru yfirleitt ekk- ert smáræði, fullmannaður dreki var síst of mikið ef þeir áttu einhverjum gott að gjalda. Ákveðin hefð er þó greinanleg í þessu gjafa- flóði og sennilega eru algengustu gjafirnar einmitt þær sem Auðunn þiggur af Sveini konungi, þ.e. skip, silfursjóður og hringur. Þarna er komið enn eitt dæmið um þau áhrif sem hefðin hefur, enn ein formúlan. Meðferð á tölum er ýmsum löamálum háð innan hinnar munnlegu hefðar. I þjóðsögum t. a. m. eru tölurnar 3, 6 og 9 langalgengastar, og þó mun talan þrír allra algengust. Þannig er þessu einnig farið í Auðunar þætti, þar er talan þrír algengust, og raunar einráð. Móður Auðunar er séð fyrir þriggja vetra biörg, aðalnersónurnar eru þriár, frá þremur löndum. loks má minna á gjafirnar sem voru þrjár. Veturnir þrír eru í raun rammi frá- sasnarinnar, þannig að talnaspekin ræður miklu. Hlutverkaskipting var miög hundin í forn- sögunum, settar hafa verið upp skrár vfir hlutverk eða athafnasvið. Eitt af föstu hlut- verkunum var þornarinn (skúrkurinn). Áki ármaður er í þessu hlutverki í Auðunar þætti. Fullvíst er talið að Áki hafi ekki verið sögu- leg persóna, hann á sér hvergi stað í öðrum heimildum. Ákanafið er aftur á móti algengt í fornsögum ,,. . . og einkum í fornaldarsög- um á dönskum mönnum og eru þeir nafnar jafnan menn minni háttar“ (B. K. Þ. og G. J. ’43:civ). Áka-nafnið telst því formúla þeg- ar það er notað á persónur sem eru tilbúnar og gegna skúrkshlutverkinu. Um Þóri stýrimann bónda á Mæri, þann sem Auðunn siglir með utan, hef ég ekkert séð skrifað, enda lcemur hann lítið við sögu. Þóris-nafnið er aftur á móti algengt á Aust- mönnum, sem gegna smærri hlutverkum í íslendingasögum. í nafnaskrá Guðna Tóns- sonar er m.a. að finna þrjá menn með þessu nafni sem titlaðir eru Austmenn og eru auð- kenndir fyrsti, annar og þriðji (G. Jónsson ’49:217). Þótt ekkert sé um þessa menn vit- að gegna þeir þó áberandi hlutverkum. Þórir Austmaður annar lagði spjóti í gegnum Þor- geir Hávarsson og Þórir Austmaður þriðji var sniðinn í sundur í miðju af Gunnari á Hlíðarenda, eftir að hafa vegið Hjört. Af öðrum Austmönnum sem heita þessu nafni má minnast á kaupmanninn Þóri auðga í Þórðarsögu hreðu og víkverska stýrimanninn Þóri er Þorgrímur drap í Gíslasögu Súrsson- ar. Þótt ég hafi á engan hátt aflað mér full- vissu í þessu máli, þykir mér æði freistandi að álykta að Þóris-nafnið sé formúla. Þeir Norðmenn sem enginn vissi deili á, en gegndu einhverjum hlutverkum í fornsögun- um, hafa þegið Þóris-nafnið frá hinni munn- Jegu hefð. Yfirleitt hafa hessir menn verið e.k. kaupmenn og staldrað stutt við, ef þeir á annað borð lifðu viðdvölina af. Tvær mikilvægar ,,persónur“ í þættinum, þ.e.a.s. biörninn og Auðunn, hafa einkunnir sem bundnar eru við þá. í hvert sinn sem minnst er á biarndýrið fvlgir kenniorðið ,,gersimi“. AUs kemur betta fvrir fimm sinn- um í þættinum: ......bjarndvri eitt, gersimi mikla, . . .“ (361), . . komit bjarndýri, gersimi mikil, . . .“ (362), ,,Áttu gersimi mikla í bjarndvri“ (362), ,,. . . komask með gersimar, . . .“ (362)......til at færa mér gersimi . . .“ (363). Við þessi dæmi má bæta því að í Hungurvöku, þar sem minnst er á hvítabjörninn sem Isleifur færði Heinreki keisara, er viðhaft orðalagið „. . . ok var þat 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.