Mímir - 01.06.1981, Page 40
SPURNINGAR OG SVÖR UM MÁLVÖNDUN
Málpólitík hefur verið ofarlega á baugi undan-
farin misseri hér í skólanum og á öðrum vett-
vangi. Málstofa heimspekideildar síðasta vetur
var t. d. helguð þessu efni. Á jólarannsóknaræf-
ingu 1979 var þetta ennfremur tekið til um-
fjöllunar í framsöguerindi og urðu líflegar um-
ræður á eftir. Greinar um málið hafa líka birst
í blöðum og tímaritum annað slagið og eru menn
ekki á eitt sáttir. M. a. með tilliti til þessa þótti
okkur forvitnilegt að kanna viðhorf nokkurra
manna til tungunnar, til birtingar í Mími. Val
okkar einkenndist af því að við vildum gjarnan
fá fram sem fjölbreytilegastar skoðanir. Pess
vegna er varasamt að líta á þennan hóp fólks sem
dæmigert úrtak eða þverskurð af þjóðfélaginu.
Við sömdum 4 spurningar. Pær voru hugsaðar til
leiðbeiningar við svörin frekar en að við ætluð-
umst til að fólk ríghéldi sér í þær í umfjöllun-
inni. Með þessu móti var líka tryggt að umræðan
héldist innan ákveðinna marka en það er nauð-
synlegt því að efnið er viðamikið.
*
1. Á að reka málpólitík?
2. Hvernig finnst þér staða íslenskunnar
nú?
3. Finnst þér réttlætanlegt að tala um
rétt og rangt mal?
4. Hvaða öfl hafa mest áhrif á málþróun?
ELÍAS MAR
Mímir, félag stúdenta í íslenzkum fræð-
um, hefur gefið mér kost á að svara nokkr-
um spurningum viðvíkjandi stöðu íslenzks
máls og gera grein fyrir viðhorfum mínum.
Um leið og ég þakka gott boð vil ég leitast
við að gefa svör varðandi þetta í sem stytztu
máli.
I.
Ég álít það göfugt hlutverk sérhvers ís-
lendings að gera sér far um að efla þekk-
ingu sína á móðurmálinu svo sem frekast
er kostur, vanda málfar sitt í ræðu og
riti og skila tungunni óbrenglaðri til kom-
andi kynslóða. Enginn einn aldurshópur,
atvinnustétt eða úrtak úr þjóðarheildinni,
getur verið þar undan skilinn. Tækifæri
hvers og eins til áhrifa á þróun málsins
er jafnvel meira en hann gerir sér almennt
grein fyrir í daglegri önn. Við Islendingar
erum allir samábyrgir hvað það varðar, að
þjóðtunga okkar spjari sig og sé það sið-
38