Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 42

Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 42
unnar. Undanláts- og eftirgjafarmenn halda því einatt fram, að ef eitthvert fyrirbæri rangrar málnotkunar verði nógu almennt nógu lengi, þá sé það orðið rétt mál einn góðan veðurdag; þá séu allir búnir að sam- þykkja það og hafi gleymt því hvernig þessu var háttað áður fyrr. Þetta nefna þeir gjarnan „þróun“, en „þróun“ er mikið eftirlætisorð uppgjafarsinna. Rökhyggja af þessu tagi er álíka haldgóð og t. d. sú, að ef snjöllum spíritista tækist að gera heilt byggðarlag log- andi hrætt við draugagang, þá væri það ó- hrekjanleg sönnun fyrir framhaldslífi og eng- in þörf á að endurskoða þá niðurstöðu frekar. IV. Þetta er stærri spurning en svo, að henni verði svarað í fáum orðum. Fyrst er til að taka, að svotil allt í mann- legu samfélagi hefur áhrif á málfar og máltilfinningu. En einu má aldrei gleyma: að tungan er ekki aðeins þolandi í þeim sam- skiptum, hún er einnig gerandi. Þar á ég við, að það uppeldislega aðhald sem góð mál- notkun getur veitt, sú hjálp til rökrænnar hugsunar sem þekking á tungunni óhjá- kvæmilega er, hefur þeim mun heillavæn- legri áhrif sem hún fær betur notið sín. Hvað þetta snertir vísa ég til þess sem ég hef þeg- ar sagt í svari mínu við 1. spurningu. Til þess að gera ekki mál mitt öllu lengra en orðið er, ætla ég í þessu sambandi að víkja að einu atriði, sem mér hefur fundizt síður tekið tillit til en skyldi í opinberri um- fjöllun um stöðu íslenzkunnar. Þetta áhrifa- mikla fyrirbæri er reyndar eitt af meginein- kennum aldarfarsins: hraðinn. I önn og erli daglegs lífs gætir síaukins hraða, sem einatt lýsir sér í vanhugsuðum viðbrögðum, bæði til orðs og æðis. Ekki fer hjá því, að þetta komi fram í málfari fólks, raddbeitingu, orðavali og framburði. Tauga- veiklunareinkenni og streita kemur óhjá- kvæmilega fram í talsmátanum I öllum flýt- inum hættir fólki til að gaumgæfa ekki orð sín, — en æskilegast væri, að menn hefðu svo þroskaða málkennd og réðu það vel yfir beit- ingu móðurmálsins að þeir þyrftu ekki að hugsa um það að vanda sig, heldur töluðu skammlaust mál án mikillar fyrirhafnar; en fjarri fer því, að svo sé. Eitt af megineinkenn- um málfarshnignunar síðari ára er einmitt það, að fjölmargir þeir sem fram koma í opinberum umræðu- og viðræðuþáttum, t. d. í sjónvarp eða á mannfundum, viðhafa stam og tafs auk allra rangbeyginganna og annarra mállýta. Kjaftagleiðustu menn eru oft haldn- ir þeirri áráttu eða „tala mikið án þess að segja nokkurn skapaðan hlut“; engu er lík- ara en þeir eigi lífið að leysa með því að stama út úr sér margvelktum tafs-tuggum sem þeir skyrpa framan í alþjóð. Mál er að linni. Ég tel að nauðsynlegt sé að reka málpóli- tík hér á landi vegna þess að án aðhalds og umræðu um íslenskt mál geti það þróast mikið til hins verra. Þar á ég við að ýmis tökuorð og slettur úr erlendum málum kom- ist inn í málið. Ekki má þó útiloka eðlilega framþróun málsins þar sem mörg tækniorð koma upp og getur verið erfitt að ætla að íslenska þau öll og ætti því að meta það hverju sinni hvort það er hægt eða ekki. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.