Mímir - 01.06.1981, Qupperneq 43
Málpólitíkina á að reka alls staðar þar sem
hægt er, þ. e. a. s. í skólum, fjölmiðlum, á
heimilum og á þeim stöðum öðrum þar sem
uppeldi fer fram, vegna þess að málið á að
þróast á öllum þessum stöðum en ekki að
einangrast, s. s. meðal starfsstétta og mennta-
manna.
II.
Islenskan stendur að vissu leyti á tíma-
mótum, fræðiorð og samskipti við önnur lönd
hafa aldrei verið meiri og rekja má beint til
erlendra mála ýmsar málvillur sem algengt
er að finna meðal skólabarna s. s. ranga setn-
ingaskipan og stælyrði ýmiss konar. Tel ég
því nauðsynlegra en nokkurn tíma áður að
vanda til þýðinga úr erlendum málum og
bæta framsetningu í fjölmiðlum.
III.
Ekki finnst mér réttlætanlegt að tala um
rétt og rangt mál, heldur frekar um gott og
slæmt mál. Ef dæmi er tekið af þágufallssýk-
inni umtöluðu þá er nú orðið eðlilegra meðal
meginþorra landsmanna að nota „mér lang-
ar“ í stað „mig langar“ og því ekki forsvar-
anlegt að tala um að flestir Islendingar tali
rangt mál. I framhaldi af þessu tala margir
gott en aðrir slæmt íslenskt mál vegna rangr-
ar málnotkunar samkvæmt fræðibókum þó
svo að mörgum sé orðið tamara að tala þannig.
IV.
Eins og áður hefur komið fram tel ég
aukin samskipti við útlönd og þar af leiðandi
erlend mál hafa mikið að segja um þróun ís-
lenskunnar. Skólar og fjölmiðlar verða því
að standa sig og halda áfram að vera sterk-
ustu öflin í góðri málþróun.
*
HÖSKULDUR
ÞRÁINSSON
Ritnefnd Mímis hefur beðið mig að setja
nokkur orð á blað um málpólitík, rétt mál
og rangt og jafnvel fleira. Eg fékk fjórar
spurningar til að hafa til hliðsjónar, og ég
ætla fyrst að snúa mér að þeim sem ég hef
minnst um að segja.
Spurt er hvaða öfl hafi mest áhrif á mál-
þróun. Því miður veit ég það ekki. Mér þætti
hins vegar gaman að vita það og margir
hafa reynt að velta því fyrir sér, t.d. mál-
félagsfræðingar. Meðal íslenskra málfræð-
inga sem nýlega hafa skrifað um þessa hluti
eru Helgi Guðmundsson (1977) og Kristján
Árnason (1979).
I öðru lagi er spurt um stöðu íslenskunn-
ar nú. Eg sé enga ástæðu til að ætla að ís-
lenskt mál sé t.d. almennt verra nú en fyrir
50, 100 eða 1100 árum. Auðvitað hefur
málið eitthvað breyst, en ég veit ekki um
neinn algildan mælikvarða sem mætti bera
að máli á mismunandi tímum og lesa síðan
af hvort breytingar hefðu orðið til góðs eða
ills. En auðvitað hefur málinu hrakað tals-
vert síðastliðin 1100 ár ef við gefum okk-
ur það að allar málbreytingar séu af hinu
illa.
I þriðja lagi er spurt hvort mér finnist
réttlætanlegt að tala um rétt mál og rangt.
Svarið er afdráttarlaust já — auðvitað er
hægt að tala um rétt og rangt í máli og það
gera allir. Ég býst t.d. ekki við að nokkur
myndi hika við að leiðrétta barn sitt ef það
segði t.d. MÉR hellti mjólkinni niður, MIG
41