Mímir - 01.06.1981, Síða 44

Mímir - 01.06.1981, Síða 44
kom of seint í skólann, Eg braut DISKIN- UM. Á sama hátt myndum við eflaust leið- rétta útlending sem léti sér slíkt um rnunn fara (eða við myndum a.m.k. ekki vera í vafa um að nú hefði hann sagt vitleysu, þótt við hefðum kannski ekki uppburði í okkur til að leiðrétta hann). Og ég á ekki von á að nokkur geti fundið að leiðréttingum af þessu tagi. Þær eru réttmætar vegna þess að pessar setningar samræmast ekki reglum neinnar þekktrar íslenskrar mállýsku, enda væri væntanlega ekki um fastmótaða, reglu- bundna notkun að ræða í þeim tilvikum sem nefnd voru (barn, útlendingur) heldur fálm- kennd mistök einstaklings sem hefur ekki tileinkað sér neitt reglukerfi. Allir sem kunna íslensku segja nefnilega EG hellti . . ., EG kom . . ., Ég braut DISKINN. Það er því engin ástæða til annars en kalla þetta rangt — þetta „segir enginn“. En það eru líka til dæmi þar sem lítill ágreiningur virðist vera um það að tveggja (eða fleiri) kosta sé völ og báðir (allir) séu jafngóðir. Þannig er ég vanur að hafa þol- fallsandlag með so. þora en Orðabók Menn- ingarsjóðs gefur auk þess eignaríall og þágu- fall. Samkvæmt því virðist ýmist sagt Ég þori ÞAÐ, Ég þori ÞESS, Ég þori ÞVÍ. í Blöndalsorðabók er þess getið að þolfallið tíðkist á Vestfjörðum og kannski það séu þá helst Austfirðingar sem nota eignarfall með þora. A.m.k. er ljóst að það hljóta að vera til einhver dæmi um REGLULEGA notkun þgf. og líka ef. með so. þora, kannski bundin við ákveðna landshluta öðrum fremur. Það greinir so. þora frá so. brjóta sem áður var nefnd og aðeins tekur þolfallsandlag að því er ég best veit. Þess vegna er rangt að segja Ég braut ÞVI ekki (t.d. glasið) en ekki rangt þótt sagt sé Ég þori ÞVI ekki. Fyrra dæmið samræmist ekki neinu þekktu reglukerfi, neinni mállýsku, en hið síðara gerir það. Ég á ekki von á að mjög margir séu ósam- mála því sem ég hef sagt hér að framan (þótt reyndar sé alltaf til fólk sem neitar að viðurkenna að nokkurt afbrigði móður- málsins geti verið rétt nema það sem það sjálft notar). En þegar komið er að marg- nefndri þágufallssýki finnst mörgum að mái- ið horfi öðru vísi við. Þó mætti með fullum rétti spyrja: Af hverju er rétt að segja bæði Eg þori ÞAÐ og Eg þori ÞVÍ en ekki bæði MIG vantar og MER vantar? Það er ekki hægt að fordæma mér vantar á þeim forsend- um að þetta „segi enginn“. Þetta segir ein- mitt fjöldi fólks. Mér er t.d. mjög til efs að þeir séu færri sem segja Mér vantar en þeir sem segja Eg þori því. Og ég er næstum viss um að Mér vantar hlýtur að vera miklu algengara en Eg þori þess, því að hið fyrr- nefnda hef ég margoft heyrt (eins og vænt- anlega flestir íslendingar) en hið síðarnefnda aldrei. Og þá er spurningin: Hvers eiga þeir að gjalda sem segja Mér vantar? Af hverju eru þeir kallaðir þágufallssjúkir en ekki hin- ir sem segja Ég þori því? Báðir hóparnir nota þágufall þar sem ég er vanur að nota þolfall og það er í dæmum af þessu tagi sem ég get ekki séð neina réttlætingu á því að talað sé um rétt mál og rangt. Að síðustu er spurt: Á að reka málpólitík? Eg veigra mér satt að segja við að svara henni einfaldlega játandi eða neitandi. Eg held að það geti verið ágætt að hafa stofn- un eins og Islenska málnefnd ef í henni sitja málhagir og víðsýnir menn. Þá geta einstakl- ingar sem það vilja leitað til hennar og beð- ið um mállegar leiðbeiningar, nefndin getur stuðlað að eða staðið fyrir útgáfu nýyrða- safna o. s. frv. Það má kannski kalla það málpólitík — a. m. k. er það ákveðin stefna að reyna að nota íslensk eða þá a. m. k. íslenskuleg orð yfir ný hugtök og hluti og ég held að sú stefna sé æskileg ef henni er fylgt fram án fordóma og þröngsýni. Ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en Málnefnd muni vinna þarflegt starf í framtíðinni. Ég hef hins vegar talsverðar áhyggjur af þættinum Daglegt mál í Ríkisútvarpinu. Það hefur nefnilega komið fyrir oftar en einu 42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.