Mímir - 01.06.1981, Qupperneq 50

Mímir - 01.06.1981, Qupperneq 50
þess vegna færu aS slá slöku við sitt eigið mál. — Petta hefur stundum hvarflað að mér, en ég vona af heilum hug að það reynist eins og hver önnur fjarstæða. Líklega má telja í ætt við málþróun það stárf, sem unnið er við það að búa til nýyrði til að þýða þann fjölda erlendra orða, sem þyrpist að, ekki síst, að því er sagt er, í sam- bandi við nýiar starfsgreinar og alls konar raunvísindi. Eg botna nú lítið í því eins og nærri má geta, en ég þykist sjá að þarna sé nokkuð sem skiptir máli og sjálfsagt hér sem annars staðar vandratað meðalhófið. — Tökuorð getur verið viðfelldnara en mis- heppnað nýyrði. — íslendingar hafa allt frá fornöld verið ötulir við að íslenska er- lend nöfn og önnur framandi orð, eða að minnsta kosti að gefa þeim íslenskt yfir- bragð. Og þrátt fyrir hugsanleg mistök býst ég við að nýyrðasmíð, eða þá viss aðlögun hinna aðkomnu orða, sé nauðsynleg, annars myndu þau verða of rúmfrek. Að undanförnu hafa hinar umfangsmiklu stofnanir nútímaþjóðfélagsins þróað með sér, á skýrslum sínum og formúlum, sérstæðan stíl, sem farið er að kalla stofnanaíslensku. Hef ég alloft heyrt á þetta minnst og sjaldan með hrósyrðum. En þó að þessi nútíma kan- sellístíll hafi hlotið talsvert ákveðna gagn- rýni, má hamingjan vita nema hann kunni að hafa einhver áhrif á stíl sumra manna. Enn langar mig til að minnast á eitt atriði, en bó fremur sem spurn, en álvktun frá minni hálfu. — Hlýtur það ekki að hafa einhver áhrif á þróun tungunnar hversu sú list að „aga mál sitt við stuðlanna þrískiptu grein“, er nú minna iðkuð en áður var Stuðlasetning var þjóðaríþrótt svo langt aftur í tíma sem vitað er til, og í smiðju þeirrar íþróttar hefur margur gimsteinninn verið sorfinn. Og jafn- vel þó að kynstrin öll hafi verið orkt á Islandi eftir réttum bragreglum, en að öðru leyti naumast skáldskapur, þá áttu höfundarnir það ætíð sameiginlegt að þeir höfðu ,,agað“ mál sitt eftir föstu lögmáli, sem gaf tungutaki þeirra sérstakt hljómfall eða hrynjandi. Væri ekki eitthvað glatað, ef Islendingar hættu að þekkja þetta hljómfall? — Eg minnist þess að flestir voru fljótir að taka eftir því, ef vísa „stóð ekki af sér“, eins og það var kallað, og þótti lítið koma til þessháttar frávika. Margt bendir til þess að núorðið hafi fólk almennt ekki svo næma skynjun fyrir réttkveðinni vísu, eða að minnsta kosti láti sig það ekki miklu skipta. (Hér er hvorki átt við svokallað ,-frjálst form“ né ný tilbrigði með stuðlað mál, heldur hitt og annað — t. d. suma dægurlaga- texta — sem virðist eiga að vera orkt að hefð- bundnum hætti, en hefði áreiðanlega þótt skrvtinn skáldskapur fyrr á tíð). Og að síðustu þetta. — Það má fyrir eng- an mun hætta að gera greinarmun á réttu og röngu máli. Veit ég að vísu, að þarna geta komið fyrir umdeilanleg atriði, en varla svo að úr því verði alvarleg vandamál, ef góður vilji er fyrir hendi. — En það má ekki láta reka á reiðanum, ekki gefa allt laust, það á að sameina en ekki sundra. — Eflaust verður hvert tnngumál að nokkru að laga sig eftir umhverfi sínu. Einhveriar breytinsar hljóta að verða á málinu í giörbrevttum heimi, en það verður að vinna að því að þær breytingar verði sem minnstar. Þær geta varla orðið of litlar, en hæglena of miklar, og það svo að aldrei verði úr bætt. Og því má aldrei glevma að tungumál á að vera meira en það eitt að auðvelda nauðsvn- lesustu ..tiáskÍDti“. Lengi hefur sá talsháttur bekkst á íslandi ,.að vera vel máli farinn“, og hefur bótt fremd hverium manni og þarf svo enn að vera. Til er líka nokkuð, sem kallast orðsins list, framarlega meðal lista. Hér hef- ur margt verið í letur fært, af lærðum og leikum, og það er engin ,,goðsögn“ að bæði að fornu og nýju hefur íslensk tunga eignast stórbrotin bókmenntaverk. Það er hennar að- alsmerki og með því hefur hún sannað til- verurétt sinn og stöðu sína sem menningar- mál. Hvað sem ytri hagsæld líður hef ég ekki trú á að íslensk þjóðmenning stæði jafnrétt 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.