Mímir - 01.06.1981, Síða 54
GÍSLI SIGURÐSSON:
UM FLUGUR JÖNS THORODDSEN
„Flugur eru skáldskapur í óbundnu máli.
Setningarnar stuttar og fallegar. Efnið stundum
djúpviturt. Af þessu litla kveri má sjá það, að
Jón Thoroddsen hinn yngri getur orðið snjall
og einkennilegur rithöfundur. 1 því litla, sem
hann hefur ritað, bregður fyrir alveg óvenjuleg-
um neistum".
yliminn, 31. mars 1923)
Pegar menn lesa fyrst Flugur Jóns Thor-
oddsen, — þ. e. prósaljóð frá 1922 — reka
þeir upp fagnaðaróp og lofa þennan nýjunga-
mann sem var svo langt á undan sinni sam-
tíð. En, var hann það? Það voru fleiri en
Jón sem fengust við gerð prósaljóða á þess-
um árum (sbr. Ljóðfórnir Tagores 1919,
,,Ur djúpinu“ í Kaldavermslum Jakobs Jó-
hanns Smára 1920, ,.Hel“ í Fornurn ástum
Sigurðar Nordal 1919, Sigurður fvarsson
(sbr. ritdóm um ljóð hans sem Jón flutti í
Framtíðinni 2. des. 1917) og Bókin um veg-
inn sem kom út 1921).
Það er nær sanni að ásaka þá sem fjölluðu
um bókmenntir — bókmenntastofnunina —
um að hafa verið á eftir tímanum. Skáldið
Tón Thoroddsen slær í takt við sína samtíð.
En ljóðaunnendur gáfu sér ekki tíma til að
líta upp úr sínum tilfinningaríku landshorna-
flögurum og fylgjast með gerðum annarra
skálda. Enginn ritdómur birtist um Flugur.
Fyrir utan hið lausa form eru ljóðin með
mjög nútímalegu sniði. Þau eru laus við alla
mælgi — snúast gjarnan aðeins um eina smá-
mynd — og oft er ekki nema helmingurinn
sagður. Með þessu stílbragði nær Jón ein-
mitt oft fram skoplegum áhrifum ljóðanna.
Ágætt dæmi um þetta er „Hatturinn“:
,,. . . Hatturinn yðar!
Hann hefur gott af því, sagði eg, og hélt
áfram að kveðja stúlkuna-“
Líking með orðunum „eins og“ er ein í
bókinni. í II. hluta Lauslætis talar Jón
um eitthvað sem vaknar í brjósti hans og
útskýrir það síðan:
,,. . . Það er fiðrildi í lokuðu blómi, og þráir
sólskinið . . .“
Stuttu seinna kemur frekari útskýring:
. . Það er freistandi og lokkandi, eins og
ókyst stúlka. Það ögrar til sóknar . . .“
Og enn:
„. . . Það er nakið og blygðunarlaust . . .
. . . Það er ástarkvæði, og eg flyt þér það óorkt
í löngum, heitum kossi.
Eg kem ekki kl. 8, því fiðrildið er flogið.
Eg á enga óskrifaða sögu um hjónaefni í hús-
næðisleit.“
Hér, eins og víðar, má tala um nýgerv-
ingu. Sömu líkingu er haldið, Ijóðið á enda.
„Eins og víðar“, sagði ég. Flest ljóðin byggj-
ast á nýgervingum. Hvert ljóð dregur upp
heilsteypta mynd, þar sem hver hlutur á sér
samsvörun. Þessar myndir eru gjarnan fárán-
legar (,,absúrd“) eins og „Frost á Gríms-
52