Mímir - 01.06.1981, Qupperneq 55
stöðum“. En fáránleikinn á sér stoð og öll
atriði Ijóðsins má draga inn í röklegt sam-
hengi.
Oftast er hægt að tala um módelsmíði á
táknum. Perlan og blómið (í ,,Perlan“) o. fl.
geta þó flokkast undir hefðbundin tákn. Að
öllu jöfnu skýrast táknin aðeins af persónu-
legri notkun Jóns og því samhengi sem þau
eru í. Bensín í bensínbrúsa getur t. d. ekki
talist dæmigert, hefðbundið tákn fyrir ást-
ina (í „Lauslæti“ IV). Áðurnefnt fiðrildi er
miklu nær því venjulega í sambandi við hana.
Táknin eru ýmist „denótatív“ eða „konnóta-
tív“. í „Örvæntingin“ er hægt að setja jafn-
aðarmerki milli vonarinnar og glataðrar eig-
inkonu, barnsins og örvæntingarinnar og
flagarans og veruleikans. En málið vandast
í „Hjónaband“. Par er ljóst að með nafni
ljóðsins ætlar höfundur því ákveðnar skýr-
ingar með tilliti til hjónabandsins. Fyrir les-
andanum getur þetta orðið annað og miklu
meira. Meira um það síðar.
Enn er þó ótalið eitt meiri háttar einkenni
ljóðanna — vísanirnar. Jón vísar í allar átt-
ir, án þess að endursegja þá sögu sem hann
vísar í. „Tómas“ og „Promeþevs“ fara þó
langt með að vera slík ljóð. Þar fer Jón mjög
frjálslega með efnið og notar það til að end-
urspegla eigin hugsanir og þrár (,,Tómas“)
eða varpa nýju ljósi á samtímann („Prome-
þevs“). Annars byggjast flestar vísanirnar á
lánum á nöfnum og minnum sem gera oft
ekki meira en vekja létt hugrenningatengsl.
Samræðurnar við spegilinn í „Eftir dans-
leik“ minna t.d. á stjúpuna í Mjallhvíti og
dvergunum sjö, kóngssonurinn og stjúpan í
„Hjónaband“ á alþekkt ævintýraminni og
Gabríel í „Tjaldið fellur“ er tekinn úr Biblí-
unni þó Ijóðið sjálft sé ekki beinlínis trúar-
ljóð.
Jón vísar líka í sjálfan sig:
„. . . Pú elskar mig ekki, sagði eg. Pú elskar
aðeins ást mína . . .“
(„Lauslæti" IV)
En í leikritínu, María Magdaíena, segir
María:
„Eg elskaði þig eklci í gær. Eg elskaði ást þína. . .“
(bls. 59)
Og:
„Og hann tekur fram undarlega blómið. En vei,
það er vaxið inn í brjóst hans.
Engu að síður kippir hann út undarlega blóminu.“
(,,Perlan“)
í sögubroti sem Jón birti í Eimreiðinni,
XXIX. árg., 1923, bls. 225, stendur:
„Já, brjóst mitt blæðir, segir stúlkan. Vissirðu
ekki að rósirnar uxu úr hjarta mínu?“
I báðum þessum tilfellum er þó óvíst hvort
er eldra og hvort er yfirleitt hægt að tala
um vísanir í svona tilfellum.
Flugum Jóns Thoroddsens má skipta í tvo
meginflokka. Annars vegar eru háðsk og jafn-
vel bitur ljóð um konur og líðandi stund en
hins vegar ljóð um almennari vandamál,
hinstu rök mannlegs lífs á stundum.
Fyrri flokkurinn er um margt athyglisverð-
ari en gæti virst við fyrstu sýn. Lesendum
er tamt að líta á gamankvæði — kvæði sem
hugsanlega er hægt að brosa yfir — sem
alvörulausan vaðal skáldsins og því er gjarn-
an farið á hundavaði yfir slíkan kveðskap
í allri bókmenntaumfjöllun.
í þessum flokki eru 5 fyrstu ljóðin og
jafnvel að hluta það sjötta. Öll fjalla þau um
konur utan eitt, „Frost á Grímsstöðum“. Það
ljóð stendur raunar nokkuð eitt og sér. Að
hluta má líta á það sem afneitun á raunsæis-
legri skáldsagnagerð Þingeyinganna. Með því
að nota Grímsstaði dregur hann lesandann
með sér norður og talandi um kulda og slcáld-
sögur minnir Jón á Höllu og Heiðarbýlið og
fleiri slíkar. Allar sögurnar byggjast á því
sama (20 stiga frosti á Grímsstöðum) og eru
því allar eins svo tímaritin verða fljótlesnari.
En ekki má mikið útaf bera. Öllu máli skipt-
53