Mímir - 01.06.1981, Side 56

Mímir - 01.06.1981, Side 56
ir að umræddan dag var tveggja stiga frost en ekki 20. Með slíku smáatriði falla sög- urnar: „En það skal tekið fram, að sögurnar eru bygðar á misskilningi. Umræddan dag var aðeins 2 stiga frost á Grímsstöðum.“ Af ljóðunum má greina ákveðna heildar- afstöðu til kvenna. Sú afstaða er ekki tengd gleði og þrám, heldur miklu fremur sorg og uppgjöf. Jón virðist hafa gefist upp á konum. Bókin byrjar vel. „Hatturinn“, lítil og hnitmiðuð mynd af elskendum bak við hús, bendir ekki á það sem koma skal. En strax í næsta ljóði í þessum flokki, „Eftir dans- leik“, kveður við nokkuð annan tón. Sú kven- mynd sem dregin er upp á að sýna yfirborðs- mennskuna. Stúlkan snyrtir sig og púðrar og krefur spegilinn stöðugt sagna um hvort „hann“ elski hana. Spegillinn svarar engu — sem vonlegt er — fyrr en snyrtingunni er lokið. Pá brosir spegillinn sem getur allt eins verið stúlkan sjálf og svarar spurning- unni játandi. Munurinn á snyrtu stúlkunni og spegilmyndinni er ekki mikill. I báðum tilfellum sjáum við aðeins gljáandi yfirborð. Nú verður Jón öllu allegórískari en áður. „Lauslæti“ er yfirskrift á sögu af fallegum kettlingi með silfurband sem þykist geta veitt mýs. Líklega er okkur ætlað að setja þetta í samband við mennina og þá er kettlingur- inn stúlkan en rotturnar og mýsnar mismun- andi gerðir karlmanna. Við lok ljóðsins hefur kettlingurinn fangað „ég“ ljóðsins sem segist þá vera mús. En, eins og venjulega fæst Jón ekki til að segja þetta berum orðum: „Bölvaður ketlingurinn. Eg varaði mig ekki á honum.“ í öðrum hluta Lauslætis verður hann ást- fanginn. Ást hans er fiðrildi í lokuðu blómi en um leið og hann kyssir ,,hana“, flýgur fiðrildið burt. Hann fékk það sem hann vildi og kærir sig ekki um hana meir því hann „á enga óskrifaða sÖgu um hjónaefni í hús- næðisleit.“ Þriðji hlutinn er heldur torráðnari. Jakob vill biðja sér konu. Allt í einu talar hann um sólargeislann og ölduna — það sem eilíf- lega heldur sínu striki. Síðan „bað hann hennar“. Óvíst er að þessi fornöfn vísi á sólargeislann og ölduna. Það er eins líklegt að þetta séu hin eilífu ,,hann“ og ,,hún“. Þátíðarnotkunin undirstrikar að svona hafi þetta verið og með nútíð í næstu línu er bent á að svona sé þetta enn. Fjórði og síðasti hlutinn er fullur af von- leysi í samskiptum við konur. Hún elskar aðeins ást hans en ást hans elskar sjálfa sig. Hún kveikir ástareld — með sínu bensíni — á honum — steininum — en hann brennur ekki, þykir ylurinn bara notalegur. Llann gef- ur ekkert frá sér. En þá kemur Jakob og kyndir sjálfur sitt ástarbál með hálmi. Hún snýr sér að honum enda á hann nógan hálm — og peninga. En samband þeirra blessast ekki heldur því bensínið hennar er búið. Jakob grípur því tækifærið þegar konan (undirstrikar að síð- asti hlutinn gerist síðar; stúlkan-konan) er í bænum og ber hálminn sinn undir elda- vélina, eða — heldur framhjá með vinnukon- unni. Að lokum kemur treginn í ,,Kvenmaður“, nokkur orð um ástarævisögu hans sem gleymdist að prenta á orðin: „Öll réttindi áskilin“. Frá Hattinum að Kvenmanninum er óravegur, vegur frá ungum ástföngnum manni, í gegnum mislukkuð ástarsambönd við konur, að tregandi, bitrum manni sem situr einn eftir — og getur ekki annað. „Hjónaband“, sem ég sagði áðan að til- heyrði flokki „grínkvæðanna“ er að nokkru leyti niðurstaða þeirra. „Hún“ er að gifta sig og ,,hann“ heldur ræðu um kóngssoninn sem seilist svo langt eftir gullhring nokkr- um að hann fellur og í ljós kemur að hring- urinn er fals. Samkvæmt Jóni sjálfum túlk- ar hann fallega hringinn sem ógiftu stúlkuna, 54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.