Mímir - 01.06.1981, Síða 58
gerir mjög skemmtilega grein fyrir táknum
og vísunum í þeim og vísa ég til hans um
það. Þó er rétt að leyfa síðustu orðum hans
um Perluna að fylgja hér:
„Með slíkri táknráðningu væri merkingarlegt
inntak ljóðsins eitthvað á þessa leið: Stúlkan —
þjáningin — gefur unga manninum skáldskap-
inn — eða skáldskapargáfuna — og við rætur
hans felst hið dýrmætasta í lífmu.“5)
í Perlunni hefur Jón fundið hið dýrmæta
í lífinu. Það hefur vaxið við rætur þess sem
þjáningin gaf honum. En milli þjáningarinn-
ar og örvæntingarinnar er ekki langur vegur.
Hér er þá komin sú lausn sem ekki var áður,
þegar Jón skildi við okkur í Örvænting-
unni (sbr. mynd að framan). En hver þessi
lausn er, nákvæmlega, vitum við ekki. Við
vitum þó að hún verður að koma frá okk-
ur sjálfum, við verðum að rækta hana hið
innra og þó við eignumst öll heimsins auðæfi
getum við aldrei keypt hana.
Helstu formeinkenni ljóðana eru þá „vað-
málspilsa- og rímlífsstykkjaleysið“8), gjarnan
byggt á einni smámynd eða nýgervingum,
engin mælgi, mikil notkun vísana og óvenju
röldegt samhengi. Tákna- og líkinganotkun
er mjög persónuleg og skýrist oft aðeins í
hverju einstöku ljóði.
Að efni greindi ég tvo meginflokka. í
þeim fyrri er einkum fjallað um konur og
ástir. Til þess flokks teljast: ,,Hatturinn“,
„Eftir dansleik”, „Lauslæti“, „Kvenmaður“
og að hluta „Hjónaband“ og jafnvel „Ástar-
saga“ og „Vita nuova“. I þessum ljóðum
þóttist ég greina ákveðna þróun, þróun frá
ungum ástföngnum manni í gegnum mislukk-
uð ástarsambönd sem endaði í uppgjöf gagn-
vart konum. I síðastnefnda ljóðinu má svo
greina undankomuleið í einhvers konar óði
til hinnar hreinu ástar.
Hin ljóðin, „Örvæntingin“, „Tjaldið fell-
ur“, „Tómas“, „Promeþevs“ og „Perlan“
takast á við víðtækari vandamál eins og ein-
manaleikann, tilgangsleysi tilverunnar, von-
leysið, trúarþörfina, samhjálp, eignarréttinn
og margt fleira. I þessum ljóðum er enga
von að finna um betri tíð nema í síðasta ljóð-
inu, „Perlan“. Þar hefur Jón loksins fund-
ið hið dýrmætasta í lífinu, við rætur skáld-
skaparins. En þetta var hvorki hægt að gefa
honum né selja. Það varð að vaxa með hon-
um sjálfum.
TILVITNANIR:
1) sbr. Sveinn Skorri Höskuldsson. Petian og
blómið í Skírni. Rvík. 1979. 135. bls.
2) Sama heimild. 138. bls.
3) Hingað komið gegnum Peter Söby. Litteratur-
teori. Gyldendal 1976. Bls. 90—94.
4) Sama heimild og 1). 140. bls.
5) Sama heimild og 1). 146. bls.
6) í formála að „Fugum“ ávarpar Jón Thorodd-
sen flugur sínar (en svo kallar hann ljóðin)
með þessum orðum: „Þakkið þið guði fyrir,
að eg færði ykkur hvorki í lífsstykki rímsins
né vaðmálspils sögunnar."
VERK JÓNS THORODDSEN SEM MÉR HEF-
UR TEKIST AÐ NÁ í MEÐ GÖÐU MÓTI:
Flugur. Félagsprentsmiðjan, Reykjavík, 1922. 37
bls. f sömu bók er Vana, leikrit í einum þætti.
20 bls.
María Magdalena, leikrit í þrem þáttum. Félags-
prentsmiðjan, Reykjavík, 1922. 64 bls.
Flugur í Iðunni, VII. árg., 1921—22. Bls. 173—76.
Prjú kvæði og Sögubrot í Eimreiðinni, xxix. árg.,
1923. Bls. 221—25.
Tvö kvæði í Skírni, 153, árg., 1979. Bls. 105—7.
56