Mímir - 01.06.1981, Page 59
HALLDÓR ÁRMANN SIGURÐSSON:
DEÍLNI OG ANDSTÆÐUKERFI FORMDEILDA
1. Inngangur
1.0. I grein þessari verða leidd að því
rök að nota megi í beygingarfræði með góð-
um árangri nokkur hugtölc sem hingað til
hafa aðallega verið notuð í öðrum greinum
málvísinda, einkum hljóðfræði og hljóðkerf-
isfræði.1 Eru þetta hugtökin deilni, deil-
ið eða aðgreinandi hlutverk og lágmarks-
andstæða en einnig verður hér talað um and-
stæðukerfi formdeilda. Greinin skiptist sem
hér segir:
I 2. kafla verður athugað hvort formdeild-
ir eins og TÍÐ, HÁTTUR og PERSÓNA
geti skipað sér í kerfi innan morfa og morf-
ema. Til einföldunar beinist sú athugun
eingöngu að beygingarendingum íslenskra
sagna og verða leidd að því rök að þar sé
að finna ákveðin kerfi formdeilda. Jafnframt
verður því haldið fram að í slíkum kerfum
1. Greinin er nokkurs konar framhald af ritgerð
sem ég skrifaði til B.A.-nrófs 1980 (sbr. heim-
ildaskrá). Engu aS síður er hún, af sérstökum
ástæðum, samin á mjög skömmum tíma og sjást
merki þess sjálfsagt víða.
Eiríkur Rögnvaldsson átti stóran þátt í að ég
hófst handa um að skrifa grein þessa og vona ég
að það sé þakkarvert. Hann, Höskuldur Práins-
son og Kristján Árnason lásu greinina í handriti
og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Par eð grein-
in var farin í setningu þegar þeir lásu hana gat
ég því miður ekki tekið tillit til allra athuga-
semda þeirra. Reyndar er greininni fremur ætlað
að vera almenn hugleiðing en harðsvíruð fræði-
leg ritgerð svo að þetta kemur væntanlega ekki
mjög að sök.
sé um að ræða lágmarksandstæður og deilið
hlutverk formdeildanna. I 3. kafla verður
sýnt fram á að hafa má nokkurt gagn af
þessar nýstárlegu hugtakanotkun við morf-
emgreiningu og kemur þá m. a. í ljós að
ekki á sama greining við um eintöluendingar
íslenskra sagna og um fleirtöluendingarnar.
I 4. kafla verður þessari sömu aðferðafræði
beitt til að varpa nýju og allóvæntu ljósi á
víðtækar breytingar sem orðið hafa á end-
ingum íslenskra sagna frá fornmáli til nú-
tímamáls. Kemur þar á daginn að breytingar
á endingum fleirtölunnar hafa m. a. leitt til
þess að tíðgreining hefur eflst verulega inn-
an endinganna og að breytingar eintöluend-
inganna eru allt annars eðlis. Hvorugu þess-
ara atriða hafa menn veitt nægilega athygli
áður. I 5. kafla verða dregnar saman megin-
niðurstöður.
Áður en lengra er haldið er rétt að undir-
strika að hér verða aðeins dregin dæmi af
endingum íslenskra sagna. Hugtökin deilni,
lágmarksandstæða og andstæðukerfi eru því
alltaf miðuð við þessar endingar eingöngu
(nema annað sé tekið fram). Hér verður m.
ö. o. talað um lágmarksandstæðu t. d. á milli
endinga 1. p. og 2. p. í flt. fh. þt. (-um ++
-uð) almennt og án tillits til þess hver hinn
undanfarandi sagnstofn er og burtséð frá því
hvort um er að ræða aðra og sérstaka and-
stæðu í stofninum eða ekki.2
2. Merkið ++ táknar hér ávallt lágmarksand-
stæðu af þessu tagi, bæði í lesmáli og á „mynd-
um“.
57