Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 62
(4) FLT:
Fh. nt: Fh. þt: Vh. nt: Vh. þt:
(u)m 44 (u)m 44 (u)m 44 (u)m 44
44 (a)0 44 (u)0 44 (i)0 44
(i)ð 44 (u)ð 44 (i)ð 44 (u)ð 44
3.2. Athuga má fleirtöluendingar ís-
lenskra sagna í ýmsu öðru samhengi form-
deilda en hér heíur verið gert, t. d. undir
sjónarhorni lágmarksandstæðunnar et. ff flt.
Kemur þá í ljós að persónumerki fleirtölunn-
ar eru öll að einhverju leyti tölutákn líka. Er
þetta einkum glöggt í 2. p. (t. d. farir ++ far-
ið) en í 1. og 3. p. er mun algengara að TA
sé gefin til kynna með endingunum í heild
(reyndar er undantekningarlaust svo í 1. p.).
Af framansögðu er ljóst að höfuðmáli
skiptir hvaða vensl formdeilda eru einangruð
og athuguð hverju sinni þegar dæma skal um
hvort og hvernig beygingarendingar eru sund-
urgreinanlegar. Væntanlega er nú einnig ljóst
hvílík regineinföldun það er þegar sagt er að
íslenskar sagnendingar séu ósundurgreinan-
legar. Með slíkri umsögn er allri athygli beint
að undantekningum og þær í raun gerðar að
reglu; t. d. er þá með öllu horft fram hjá
þeirri staðreynd að í fleirtöluendingum sagna
táknar -ð aðeins PERSÓNU og TÖLU en
aldrei TÍÐ og HÁTT. Vissulega er persónu-
og tölutáknun fleirtöluendingarinnar -ð ekki
alltaf ótvíræð. Sú fullyrðing að fleirtöluend-
ingin -Vð (þar sern V táknar ótiltekið sér-
hljóð) sé ósundurgreinanleg felur hins vegar í
raun í sér að -ð (eða-V-) tákni allar formdeild-
irnar fjórar til jafns sem augljóslega er hrein-
asta firra. Hitt er svo annað mál og ekki nema
satt og rétt að samverkan formdeilda í ending-
um íslenskra sagna er í heild sinni afar flókin,
svo flókin að endingarnar verða ekki sundur-
greindar að neinu ráði nema í lágmarksand-
stæðum og andstæðukerfum.
3.3. Eins og áður segir felst ákveðin
„tvöfeldni“ í hinu hefðbundna paradigma og
er því ofur skiljanlegt að málfræðingar hafa
hingað til verið (óþarflega) tregir til að sund-
urgreina íslenskar beygingarendingar. I lág-
marksandstæðukerfum er þessari „tvöfeldni“
útrýmt og má því ná mun lengra í þessari
sundurgreiningu með þeim en tekist hefur
með aðstoð paradigmans eins.
Auðsæilega má einangra lágmarksandstæðu
TÍÐAR, nt. ff þt., með því að gefa öðrum
formdeildum föst gildi, t. d. Vh. flt. 2. p. nt.
44 Vh. flt. 2. p. þt., sbr. t. d. kom-z'd 44 kæm-
uð. Á sama hátt má einangra lágmarksand-
stæðu HÁTTAR, t. d. Nt. flt. 3. p. fh. 44
Nt. flt. 3. p. vh, sbr. t. d. kom-a 44 kom-z'
(þessar lágmarksandstæður eru greinilega
einnig tjáðar í stofni sagna þó að einungis
endingarnar séu auðkenndar hér, sbr. hér
síðar).
Nú er það svo að T og H eru í sérlega nán-
um tengslum innbyrðis (og P og TA á hinn
bóginn). Þessi tengsl eru merkingarleg, setn-
ingafræðileg og beygingarleg. Má t. d. sjá
slík beygingarleg tengsl í stofni íslenskra
sagna. I sögninni að taka gefur stofninn tæk-
þannig bæði vh. og þt. til kynna, tók- bæði
fh. og þt. o. s. frv. Vegna þessara nánu
tengsla T og H er að ýmsu leyti gagnlegra að
athuga þessar formdeildir saman fremur en
að einangra þær hvora í sínu lagi. Þetta er
unnt að gera með því að slá saman lágmarks-
andstæðukerfum T og H þar sem lágmarks-
andstæður hvorrar þessara tveggja formdeilda
koma eftir sem áður skýrt í ljós, þ. e.:
60