Mímir - 01.06.1981, Qupperneq 62

Mímir - 01.06.1981, Qupperneq 62
(4) FLT: Fh. nt: Fh. þt: Vh. nt: Vh. þt: (u)m 44 (u)m 44 (u)m 44 (u)m 44 44 (a)0 44 (u)0 44 (i)0 44 (i)ð 44 (u)ð 44 (i)ð 44 (u)ð 44 3.2. Athuga má fleirtöluendingar ís- lenskra sagna í ýmsu öðru samhengi form- deilda en hér heíur verið gert, t. d. undir sjónarhorni lágmarksandstæðunnar et. ff flt. Kemur þá í ljós að persónumerki fleirtölunn- ar eru öll að einhverju leyti tölutákn líka. Er þetta einkum glöggt í 2. p. (t. d. farir ++ far- ið) en í 1. og 3. p. er mun algengara að TA sé gefin til kynna með endingunum í heild (reyndar er undantekningarlaust svo í 1. p.). Af framansögðu er ljóst að höfuðmáli skiptir hvaða vensl formdeilda eru einangruð og athuguð hverju sinni þegar dæma skal um hvort og hvernig beygingarendingar eru sund- urgreinanlegar. Væntanlega er nú einnig ljóst hvílík regineinföldun það er þegar sagt er að íslenskar sagnendingar séu ósundurgreinan- legar. Með slíkri umsögn er allri athygli beint að undantekningum og þær í raun gerðar að reglu; t. d. er þá með öllu horft fram hjá þeirri staðreynd að í fleirtöluendingum sagna táknar -ð aðeins PERSÓNU og TÖLU en aldrei TÍÐ og HÁTT. Vissulega er persónu- og tölutáknun fleirtöluendingarinnar -ð ekki alltaf ótvíræð. Sú fullyrðing að fleirtöluend- ingin -Vð (þar sern V táknar ótiltekið sér- hljóð) sé ósundurgreinanleg felur hins vegar í raun í sér að -ð (eða-V-) tákni allar formdeild- irnar fjórar til jafns sem augljóslega er hrein- asta firra. Hitt er svo annað mál og ekki nema satt og rétt að samverkan formdeilda í ending- um íslenskra sagna er í heild sinni afar flókin, svo flókin að endingarnar verða ekki sundur- greindar að neinu ráði nema í lágmarksand- stæðum og andstæðukerfum. 3.3. Eins og áður segir felst ákveðin „tvöfeldni“ í hinu hefðbundna paradigma og er því ofur skiljanlegt að málfræðingar hafa hingað til verið (óþarflega) tregir til að sund- urgreina íslenskar beygingarendingar. I lág- marksandstæðukerfum er þessari „tvöfeldni“ útrýmt og má því ná mun lengra í þessari sundurgreiningu með þeim en tekist hefur með aðstoð paradigmans eins. Auðsæilega má einangra lágmarksandstæðu TÍÐAR, nt. ff þt., með því að gefa öðrum formdeildum föst gildi, t. d. Vh. flt. 2. p. nt. 44 Vh. flt. 2. p. þt., sbr. t. d. kom-z'd 44 kæm- uð. Á sama hátt má einangra lágmarksand- stæðu HÁTTAR, t. d. Nt. flt. 3. p. fh. 44 Nt. flt. 3. p. vh, sbr. t. d. kom-a 44 kom-z' (þessar lágmarksandstæður eru greinilega einnig tjáðar í stofni sagna þó að einungis endingarnar séu auðkenndar hér, sbr. hér síðar). Nú er það svo að T og H eru í sérlega nán- um tengslum innbyrðis (og P og TA á hinn bóginn). Þessi tengsl eru merkingarleg, setn- ingafræðileg og beygingarleg. Má t. d. sjá slík beygingarleg tengsl í stofni íslenskra sagna. I sögninni að taka gefur stofninn tæk- þannig bæði vh. og þt. til kynna, tók- bæði fh. og þt. o. s. frv. Vegna þessara nánu tengsla T og H er að ýmsu leyti gagnlegra að athuga þessar formdeildir saman fremur en að einangra þær hvora í sínu lagi. Þetta er unnt að gera með því að slá saman lágmarks- andstæðukerfum T og H þar sem lágmarks- andstæður hvorrar þessara tveggja formdeilda koma eftir sem áður skýrt í ljós, þ. e.: 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.