Mímir - 01.06.1981, Page 65
4. Breytingar á endingum vh. og fh.
4.0. í 3. kafla þykist ég hafa sýnt fram
á að í samtímalegri beygingarfræði megi hafa
verulegt gagn af þeim hugtökum og aðferðutn
sem kynnt voru í 2. kafla. í þessum kafla
verður leitt í Ijós að það er engu minna í
sögulegri beygingarfræði. Sú meginniðurstaða
3. kafla að morfemgreining íslenskra sagn-
endinga sé önnur í et. en flt. hlýtur hér enn-
fremur allóvæntan stuðning.
4.1. Hér verða gerðar að umtalsefni afar
víðtækar breytingar sem orðið hafa frá forn-
máli til nútímamáls á endingum íslenskra
sagna í vh. og fh. Breytingar þessar eru ýmist
altækar eða sumtækar. Altæku breytingarnar
eru þessar (allri fordild í táknum fornmáls-
endinganna er hér sleppt):
Stokkhólmshómilíubókinni, sbr. Jón Þorkels-
son 1887 og Larsson 1891); öðrum hefur
ekki lokið að fullu fyrr en á þessari öld ef
þeim er þá öllum lokið. Auk þess koma hér
til hræringar í máli síðari alda og nútíma-
máli sem tengjast hinum sögulegu breyting-
um.
4.2. í breytingum þeim sem nú var lýst
er greinilegt að ýmsu ægir saman enda hefur
mér vitanlega aldrei verið gerð tilraun til að
fjalla skipulega um þær í heild. Reyndar hef-
ur verið furðu hljótt um þessar breytingar í
íslenskri „málsagnfræði“. Þó fer auðvitað
ekki hjá því að allvíða er á þær minnst í
málfræðiritum, svo geysivíðtækar og marg-
brotnar sem þær eru (einkum Jón Þorkelsson
1887, 1888—94, 1895; ennfremur t. d.
Vh. nt. et. 1. p. -a > -i duga > dugi
Vh. nt. flt. 1. p. -im > -um dugim > dugum
Vh. þt. et. 1. p. -a > -i dygða > dygði
Vh. þt. flt. 1. p. -im > -um dvgðim > dygðum
Vh. þt. flt. 2. p. -ið > -uð dygðið > dvgðuð
Vh. þt. flt. 3. p. -i > -u dvgði > dygðu
Veikar sg.: Fh. þt. et. 1. p. -a > -i dugða > dugði
Þær sumtæku breytingar sem hér skipta
mestu máli urðu í fleirtöluendingum núþá-
legra sagna (nema munu, skulu, sbr. þó hér
síðar) og að vera. Auk altæku breytinganna
sem sýndar eru í (10) hafa núþálegar sagnir
breytt endingum 2. og 3. p. flt. í fh. nt., -uð,
-u > -ið, -a, til samræmis við almennu sagn-
beyginguna. Og sögnin að vera hefur breytt
myndum 2. og 3. p. flt. vh. nt., sé-(i)ð, sé(-i)
> sé-uð, sé-u (auk sértækra breytinga í et.
sem síðar verður vikið að, einkum em > er).
Flestar þessar breytingar áttu sér að mestu
leyti stað á 14.—16. öld. Fyrstu merki sumra
þeirra sjást þó þegar um 1200 (einlcum í
Björn K. Þórólfsson 1925; Jón Helgason
1929; Bandle 1956; Hreinn Benediktsson
1962, 1964; Kristján Árnason 1980). Við
lestur þessara og fleiri rita þar sem minnst
er á breytingarnar stinga nokkur meginatriði
í augu þó að hvergi séu þau öll sett fram á
ótvíræðan hátt:
— Flokkaðar eru saman allar altækar
breytingar á endingum vh.
— Sjaldnast er gerður sérstakur grein-
armunur á altækum breytingum et.
og flt.
— Altækar breytingar á endingum vh.
63